Hættið að leggja aðra í einelti! – Stúlka í 9. bekk segir frá einelti

Ég er stelpa í 9. bekk í skóla á Suðurlandi.

Ég hef verið lögð í einelti. Í fyrstu var það andlegt þar sem stelpurnar í bekknum mínum útilokuðu mig frá flest öllu sem þær gerðu og gerðu grín að nánast öllu sem ég gerði.

Næst fóru strákarnir að taka þátt í þessu en þá varð það líkamlegt. Þeir króuðu mig af í íþróttum þegar kennarinn sá ekki til og grýttu í mig boltum.

Svo fóru bæði stelpurnar og strákarnir að gera grín að mér á netinu(rafrænt einelti). Þau sendu mér sms skilaboð og voru með móðgandi ummæli á Facebook. Þetta gekk á í langan tíma og fékk ég ekki þá hjálp sem ég óskaði eftir sjálf

Mér finnst þetta alveg hræðilegt því að ég sagði frá og reyndi að vera sterk þrátt fyrir mikið mótlæti en mjög lítið breyttist. Krakkarnir hættu þessu svo smám saman.

Þetta hefur minnkað mikið en ennþá tek ég eftir því hvernig sumir aðilar forðast mig og hæðast að mér.

Vitna ég hér í texta sem á mjög mikið við, þetta sá ég á Tumblr:

“Never under estimate the destructive power of hurtful words. Psychological pain should never be the source of anyone’s personal enjoyment”

Mörgum krökkum í dag finnst það bara allt í góðu að gera svona við aðra og er það oftast til þess að virka betri en þolandinn.

En ég segi stopp!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here