„Hann hafði nauðgað barni“ – „Ég var heppin að vera á lífi“

Fyrir þónokkrum árum var ég í miklum vandræðum með líf mitt ég var að slíta samband við mann sem ég hafði verið í erfiðum samskiptum og sambandi við í 4 ár. Hann var ekki barnanna bestur og ég hafði grafið upp ljót leyndarmál um hann úr gamalli dagbók. Hann hafði nauðgað barni. Ég gat ekki hugsað mér að eiga frekari samskipti við þennan mann. En það var afskaplega erfitt fyrir mig því við höfðum verið yfir okkur ástfangin. En af sökum neyslu okkar beggja á fíkniefnum vorum við aldrei góð við hvort annað eða fyrir hvort annað. Við vorum bara rúmlega tvítug og höfðum bæði reynt að fara í meðferð. Áður en ég komst að þessu leyndarmáli hans hafði mér aldrei dottið þetta í hug um hann. Hann var jafnaldri minn og fyrst þegar ég kynntist honum var ég í stærri kantinum en kílóin höfðu fokið bæði vegna breytt mataræðis og líka vegna skorts á peningum til að kaupa mat. Ég fór að ímynda mér að hann hefði aldrei laðast að mér, því það meikaði ekki sens fyrir mér að maður gæti bæði laðast að þéttum og brjóstgóðum konum og barni sem er ekki kynþroska. Svo það meikaði heldur engan sens að hann hefði ekki verið hrifin af mér því maðurinn var bókstaflega búin að gera allt fyrir mig sem í hans valdi stóð allavega. Síðan seinna rifjaðist upp fyrir mér að einhverntíman þegar við vorum að ræða saman um eitthvað úr fortíð minni þá sagði hann „Þú hlýtur að hafa verið geðveikt flott þegar þú varst 12 ára“ og ég fylltist ógleði yfir tilhugsuninni um hvað hann hefði verið að hugsa. Ég skiptist á að vera sorgmædd, reið, full af sjálfshatri og sjálfásökunum, í ástarsorg, brjáluð eða algjörlega flöt.

Komst að því að hún væri ólétt

Síðan stuttu eftir að ég hendi honum út heiman frá mér kemst ég að því að ég sé ólétt. Ég varð gífurlega kvíðin og gat ekki sofið eða borðað. Ég var á báðum áttum hvort ég vildi þetta barn. Ég hafði alltaf séð mig fyrir mér verða móðir og eiga fjölskyldu og vera hamingjusöm, en ég var bara svo langt frá þeim stað. Ég vann fyrir mér sem kampavínsstelpa á súludansstað á þessum tíma. Ég átti samt aldrei pening því hann hvarf jafnóðum í hass og kókaín. Ég átti ekkert til að gefa barninu ekki einu sinni ást því ég fann ekki fyrir henni sjálf og ég var farin að hafa martraðir um að verða hræðilegt foreldri sem setur fíkniefnin í fyrsta sæti eða yfirgefur barnið sitt, eða það sem mér fannst verra og það var að klúðra uppeldinu svo svakalega að ég myndi eyðileggja framtíð barnsins míns. Og svo langt á bakvið allt var alltaf annað, hræðslan við að barnsfaðirinn kæmi nálægt uppeldinu, því eins og áður kom fram var hann ekki barnanna bestur og átti ljót leyndarmál, sem vörðuðu mjög unga stelpu. Á endanum sé ég líka ekki fyrir mér að geta hætt í neyslu á meðan meðgöngu stóð og myndi þannig eyðileggja þetta barn svo ákvað ég að væri ekki tilbúin í allan þennan pakka. Ég pantaði tíma hjá lækni og fékk síðan tíma stuttu seinna í aðgerðina, þarna var ég orðin mjög veik og hafði hætt að vinna áður en ég komst að því að ég var ólétt vegna mikilla veikinda, ég kastaði upp öllu sem ég setti ofan í mig og á endanum sagði ég mömmu frá því að ég hefði engu haldið niðri í rúma viku, hún gaf mér hálfa sjóveikistöflu og smá mat og ég náði að halda einhverju niðri með þessu móti. Neyslan hafði minnkað aðeins sökum þess að ég fékk ekki pening í hverri viku lengur.

Ég fer síðan í aðgerðina og reynsla mín af sjúkrahúsinu var ekki góð, starfsfólk var dónalegt við mig og ein nánast skipaði mér að leggjast aftur í skítugt rúmið sem ég hafði ekki lyst á eftir að hafa staðið aðeins upp og þvegið mér. Ég var að skoða gögnin sem voru föst á rúminu og þau voru rifin af mér og mér tilkynnt að á þessari deild væri ekki æskilegt að skoða sónarmyndir. Ég var bara að kveðja barnið mitt sem ég þorði ekki að taka inn í þennan heim og vildi sjá einu myndina sem nokkurn tímann yrði tekin af því. Síðan þegar ég er að fara bið ég um að fá uppáskrifað parkódín forte sökum mikilla verkja undanfarið og vegna þess að ég hafði verið að taka parkódín inn daglega og var með áhyggjur af hækkuðu lyfjaþoli, á þessum tíma var hægt að kaupa venjulegt parkódín án lyfseðils. Og þegar ég kem í apótekið er mér rétt venjulegt parkódín. Þó ég sé fíkill þá gerði ég ekkert mál úr þessu var samt smá pirruð mitt efni var annað og ég var að taka þetta við verkjum ekki fíkn.

Fékk leiðinlegt viðmót á spítalanum

En svo líða dagarnir og þegar var komið um vika frá aðgerðinni var ég enn að kasta upp með mjög mikla verki. Ég bjóst fyrst við að allt væri bara eðlilegt en var farið að gruna að eitthvða væri að. Svo ég hringi upp á kvennadeild og fæ að tala við einhvern. Þær mundu greinilega eftir mér og ég segi þeim að ég sé ennþá veik og með mikla kviðverki. Konan sem ég talaði við, veit ekki hvort hún var læknir eða hjúkrunarkona, svaraði því þannig að ég gæti ekki fengið meiri lyf og skellti svo á mig. Mér fannst þetta dónalegt, en svo hugsaði ég með mér að verkirnir hlytu bara að vera partur af þessu og reyndi að harka af mér.

2-3 dögum seinna hringi ég aftur og þá er ég farin að lenda í því að það líður yfir mig nokkrum sinnum á dag og ég er með enn verri verki sama kona segir við mig að ég fái samt engin verkjalyf. Þegar samtalinu var lokið fauk í mig ég var ekkert að sækjast eftir verkjalyfum heldur vissi ég að eitthvað væri að. En af einhverjum ástæðum gerði ég ekkert í því fyrr en daginn eftir. Ég átti ekki inneign eða neinn pening og ég labbaði til mömmu sem var smá spölur. Þetta var ótrúlega erfitt og það leið yfir mig nokkrum sinnum einu sinni þegar ég var að labba yfir götu. Ég komst á leiðarenda að lokum og mamma sá strax að eitthvað var að. Hún hringdi niður á deild og fékk allt annað viðmót en ég. Henni var sagt að kaupa óléttupróf og ef það væri jákvætt að hringja aftur. Og hún keypti prófið og hringdi og okkur var sagt að koma. Þegar ég var að labba inn á spítalann hrundi ég í gólfið og rankaði svo við mér í spítalarúmi. Ég þurfti að fara í aðra aðgerð því það var ekki gert nógu vel í fyrra skiptið. Ég var komin með mikla sýkingu í legið og var með mjög háan hita og hafði misst mikið blóð. Ég var í raun heppin að vera ennþá á lífi.

Fór á fundi

Um viku eða 10 dögum seinna þá gerðist eitthvað hjá mér ég vaknaði og mér leið ömurlega ég vildi ekki fá mér fíkniefni vildi ekki tala við neinn. Ég lokaði mig af í 2 daga og las góða bók. Síðan var ég í mat hjá foreldrum mínum og pabbi stingur upp á því að ég fari á AA fund. Hann skutlaði mér á fundinn, þar hitti ég fólk sem ég kannaðist við og var boðin velkomin, ég hafði oft farið á fundi en þarna var eitthvað alveg sérstakt í gangi, allavega hjá mér. Ég hlustaði á þetta fólk, fékk að hitta þau utan fundatíma kynntist þeim. Á sama tíma hafði ég fengið mér sponsor sem er svona aðstoðarmanneskja eða leiðbeinandi við að vinna 12 reynsluspor. Ég öðlaðist nýtt líf, ég fór að vera virk í samfélaginu fór í skóla og svo að vinna líka. Eignaðist nýja vini og kærasta, eða þeir komu og fóru. Ég bætti fyrir brot mín á margan hátt eins vel og ég megnaði og fór að gefa af mér í samtökin og samfélagið.

Ásakaði sjálfa sig lengi

Ég var lengi gröm út í kvennadeildina og jafnvel hrædd og reið við hana líka. Það urðu þarna læknamistök, allt í lagi en það sem kom eftir á var það sem sat í mér ég ræddi þetta við fólk sem var að aðstoða mig og reyndi að komast yfir þetta en það tók mörg ár. Mér finnst sorglegt að ef fólk eigi við vandamál að stríða sem tengjast fíkn þá eru gífurlegir fordómar fyrir því jafnvel það miklir eins og í mínu tilviki að fólk getur ekki fengið viðeigandi ráðleggingar og aðstoð við alvarlegra veikindi sem tengjast fíkniefnum alls ekki neytt. Þetta er ekki eina dæmið um svona fordóma sem ég hef lent í hjá læknum og hjúkrunarkonum vegna þess að ég er alkóhólisti en þetta er líklega það versta. Ég hef heyrt aðra alkóhólista og fíkla segja sögur um svona fordóma líka. Ég á líka góða reynslu af þeim læknum sem ég er hjá í dag og margir hafa lagt sig mikið fram við að hjálpa mér og ég er þakklát fyrir það.

Þessi sambandslit voru mér einnig afar erfið og ég ásakaði sjálfa mig mikið fyrir að hafa fallið fyrir svona manni. Ég var líka tortryggin við menn eftir þetta og hrædd við að byrja ný sambönd og lengi var ég bara ein og fannst það betra. Ég varð líka voða reið við vini mína sem töluðu enn við hann, þótt ég hafi sagt þeim hvers konar maður hann er. Og á öðru tímabili reyndi ég að sjá hann sem veikan og fór mikið að spá í hvernig mönnum liði sem hafa brotið á börnum og var farin að finna mikið til með þeim og þeirra nánustu. Mér fannst ég líka vera svolítið brotin eftir þetta og velti oft fyrir mér af hverju er ekki meira talað um aðstandendur brotamanna því þau þjást mikið fyrir eitthvað sem þau gerðu ekki.

Oft langað að segja öllum frá

Einu sinni frétti ég af honum með konu sem átti lítinn dreng, mig langaði að vara hana við en ég fékk mig ekki til þess þá, ég held að ég bregðist öðruvísi við næst. Oft hefur mig langað að segja öllum sem hann umgengst frá þessu en það hefur líklega ekkert upp á sig nema leiðindi og ég er ekki með neina sönnun á þessu mín orð gegn hans og ég mun ekki koma mér í þá stöðu, auðvitað hef ég sagt mínum vinum frá þessu. Þetta er minn sannleikur ég sá þetta svart á hvítu, ég ræddi þetta við hann og hann viðurkenndi þetta, tók brjálæðiskast og snappaði á mér, braut hluti hótaði mér og baðst afsökunar grét og vorkenndi sjálfum sér fyrir að vera minni maður en aðrir, kanski hefði ég áttt að bregðast öðruvísi við, hvetja hann til að leita sé hjálpar, verða reið og skamma hann en ég varð alveg frosin gerði ekkert sagði ekkert svo tók ég utan um hann. Daginn eftir bað ég hann að fara. Ég held ég sé búin að gera flestallt þetta upp í dag ég ásaka mig ekki um neitt, mér er alveg sama við hverja hann talar og hverjir tala við hann, ég ber engar tilfinningar til hans lengur hvorki slæmar né góðar.

Ég hef öðlast ákveðinn skilning á erfiðum málum eins og þessu. Ég haf margt að gefa og ég tala við marga sem eru að reyna að breyta lífi sínu og öll reynsla slæm eða góð getur komið að notum því margir aðrir hafa upplifað eitthvað svipað. Ég segi alls ekki öllum frá öllu sem ég hef upplifað, það er ekki þannig og á fundum tala ég aldrei um það hvað var að gerast mánuðinn áður en líf mitt breyttist, allavega ekki það sem hefur komið hér fram, því það á ekki við alla að heyra um þetta og þessi reynsla er erfið og ömurleg. Og ég vil ekki vera þessi manneskja. Ég hef þroskast og breyst mikið síðan þetta var og þegar ég lít til baka sé ég hrædda litla stelpu. En þá fannst mér ég vera ósigrandi og geta allt og ég gat ekki verið edrú í einn dag. Í dag veit ég og skil miklu meira, en ég skil það líka og veit að ég veit ósköp lítið.

Langar í sín eigin börn

Ég hugsa oft til þess að ein af aðalástæðunum fyrir því að ég vildi ekki þetta barn var af því ég hélt ég gæti aldrei orðið edrú og veitt því gott líf og svo varð ég edrú innan við mánuði seinna og það entist í nokkur ár. Ég er edrú í dag hef náð nokkrum árum aftur, fór aðeins út af sporinu og þurft líka að leyta hjálpar við öðrum veikindum en svona er lífið það er misjafnt hvað bíður okkar og ég er alveg sátt við mína reynslu þó ég mundi aldrei óska neinum öðrum hana ekki einu sinni mínum verstu óvinum, ég er að stefna að því að verða betri útgáfa af sjálfri mér einn dag í einu. Ég á kærasta núna og okkur langar í börn saman hann á samt sín eigin fyrir sem eru stundum hjá okkur og mér þykir það æðislegt. Ég veit að einn daginn verð ég ólétt aftur og þá verður engin spurning hvað á að gera.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here