Heidi Klum ber að ofan í sumarfríi

Heidi Klum (50) leyfði brjóstum sínum að njóta sólarinnar í fríi sínu á Capri á Ítalíu í liðinni viku. Hún var í fríi með eiginmanni sínum Tom Kaulitz og börnum sínum sem hún á með fyrrum eiginmanni sínum, Seal.

Þýska ofurfyrirsætan slakaði á í lúxus strandklúbbnum Lido del Faro og var dugleg að bera sólarvörn á sjálfa sig og börnin.

Hún var þó ekki ber að ofan þegar hún fékk sér sundsprett með krökkunum sínum.

Þegar hún var svo komin í sundfatnaðinn fór Tom að taka myndir af henni í klettunum og enduðu þau svo á því að taka af sér sjálfu.

SHARE