Helena Rut tók sig heldur heldur betur á – ,,Var komin með nóg af því að vera feit”

[quote]Ungur drengur í hóp vina kallaði á eftir mér ,,hey feita” á því augnabliki ákvað ég að snúa við blaðinu![/quote]

Ég flutti til Florida í byrjun árs 2012 með kærastanum mínum þáverandi, en við ákváðum að enda fimm ára sambandi okkar í byrjun mars sama ár.
Ég fór út á lífið en var þar kölluð feit af nokkrum vinum saman í hóp, ofan á sambandslit og annað var ég staðráðin í að nú myndi ég snúa við blaðinu.

Ég hætti að borða rautt kjöt en það hefur alltaf farið frekar illa í mig, ásamt því að ég tók út mjólkurvörur, gos og aðra óhollustu.
Ég fór meira að elda mér mat í hollari kantinum og lét skyndibitann vera.
Ef ég fór út að borða, pantaði ég mér alltaf fisk og fékk mér frekar brokkolí í stað þess að fá mér kartöflur eða karöflustöppu.
Ég hreyfði mig reglulega en ekkert of mikið, ég fór út að hlaupa um 3-4 sinnum í viku í stuttan tíma.

Ég ætlaði ekki að gera þetta í neinum öfgum heldur til þess að breyta lífstílnum mínum, mér leið ekki vel eins og hann var.
Ég léttist á algerlega eðlilegan hátt, ég borða alltaf þangað til ég verð södd, ég leyfi mér nammi og gos í dag en passa að hafa allt í hófi en svo drekk ég einnig mikið vatn.
Fljótt fór ég að sjá árangur en það hjálpaði mikið að taka myndir og bera saman því vigtin segir alls ekki allt.
Það hvatti mig mikið þegar ég fór að sjá árangur og helt því áfram og stóð við það markmið sem ég hafði sett mér.

Í dag er ég 33kg léttari en ég var og mér líður frábærlega, ég finn hvernig fólk kemur allt öðruvísi fram við mig og það finnst mér undarlegt að kílóafjöldi ráði því hvernig komið er fram.
Mér líður fyrst og fremst frábærlega vegna þess að ég er miklu hraustari, minna mál að gera allt í daglegu lífi.
Ég er ekki eins þreytt og ég var, ég er miklu glaðari almennt lífið hefur leikið við mig síðan ég snéri við blaðinu.

Eins og sjá má, þá lítur Helena stórkostlega út í dag og óhætt að segja að hún ljómi.

Komst loksins í þennan kjól um jólin en ég er búinn að eiga hann í tvö ár!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here