Hótaði fólki lífláti á Facebook – Fékk 28 mánaða fangelsisdóm

Hann notaði fésbókina til að senda andstyggileg skilaboð og setti allt á annan endann þegar hann hótaði að drepa 200 skólabörn. Nú hefur hann verið dæmdur í tveggja ára og fjögurra mánaða fangelsisvist. 

 

Við réttarhöldin játaði Reece Elliott, sem er 24 ára gamall að hann hafi hótað fólki að hann myndi drepa það og í vetur sem leið setti  hann andsyggileg skilaboð á fésbókina þegar tveir unglingar fórust í  umferðarslysi. Einhverjir gerðu athugasemd við tilkynninguna frá honum og fengu yfir sig mikinn óþverra frá honum.

Reece Elliott sendi hótanirnar út á fésbókinni þegar mikil spenna lá í lofti vegna morðanna í Sandy Hook. Þar voru tuttugu  börn og sex fullorðnir myrtir í barnaskóla bæjarins.   

Fimmtán ára stúlka í Newcastle var ein þeirra sem fengu skilaboð frá Reece. Hann tilkynnti henni á Facebook að hún hefði verið valin til þess að fá kúlu frá honum.  Þegar Reece Elliott hótaði að drepa 200 börn á einu bretti var auðvitað brugðist mjög hratt og hart við til varnar.

 

Dómarinn sem dæmdi Reece Elliott segir að ekkert annað en rótgróin illgirni hafi ráðið gerðum hans. Hann sýndi þó iðrun sem olli því að dómurinn var styttur frá fyrri ákvörðun um lengd fangelsisvistar niður í 28 mánuði.

SHARE