Sarah Atwell er ekki eins og aðrar stúlkur. Hún hefur þurft að líða fyrir það alla ævi að hún er með æxli í andlitinu sem gerir það að verkum að hún er afmynduð í framan. Eftir áralangar þjáningar ákvað hún svo að segja hingað og ekki lengra og berjast á móti þeim sem hafa gert líf hennar að helvíti.
Hún ákvað að gera heimildarmynd um sig og sitt líf og birti það á Facebook síðu sinni
Fljótlega komst sjónvarpsstöðin Discovery Channel í tæri við þetta myndband
Discovery Channel vill gera þætti um þessa mögnuðu stúlku
Sarah skrifaði á spjöld, sannleikann um hennar líf og það sem hún hefur þurft að þola
Saga hennar mun verða sýnd í sjónvarpinu og mun snerta við ótal hjörtum
Hún hefur verið kölluð skrímsli, feita fés og fleira ljótt en Sarah er ekki öðruvísi en aðrir, hún bara lítur öðruvísi út.
Myndin um Sarah verður sýnd á Discovery Channel þann 18. desember næstkomandi.