Hvað ætlarðu að gera í sumar?

Sumarið er komið! Eða svo segir dagatalið… Nei, nei við erum ekkert bitur yfir þessum sólarskorti. Margir skipuleggja sumarfríin sín í döðlur, aðrir gera minna og enn aðrir liggja með tærnar upp í loft í 6 vikur. Hér eru nokkrar hugmyndir að hlutum sem sniðugt væri að gera í sumarfríiinu.

1. Mættu á fría viðburði

Það er fullt af fríu skemmtilegu að gera á sumrin, listasýningar, tónleikar, opnanir og allskonar! Þetta er sniðug leið til að hitta annað og öðruvísi fólk en þú hittir venjulega. Þegar það fer að draga að hausti eru meira að segja allskonar ókeypis prufutímar sem hægt er að sækja.

2. Taktu til og endurraðaðu

Er síðasta ár búið að vera brjálað? Hefurðu verið að hunsa verkefnin þín heima fyrir? Notaðu tækifærið og farðu í gegnum ruslaskúffurnar, þvottahúsið og geymsluna. Farðu í gegnum fataskápinn og gefðu í Rauða Krossinn. Taktu til í garðinum og plantaðu einhverju nýju.

3. Prófaðu nýjan rétt

Hefur þig dauðlangað til að prófa að elda nýjan og flókinn rétt? Eða desert sem tekur hálfan dag að gera? Rúllaðu í það verkefni núna! Og hvað með nýja veitingastaðinn sem þig langaði svo að prófa? Um að gera að drífa í því áður en hann lokar.

4. Kláraðu verkefni

Varstu byrjuð á verkefni en hafðir svo ekki tíma til að klára það? Nú er tækifærið – með nýfundna sumarorku í farteskinu geturðu klárað þetta verkefni og byrjað á næsta. Og klárað það líka! Hvort sem um er að ræða málningarvinnu, pússa upp skáp, klára útsaumsbekkinn eða bara að klára að lesa Alkemistann. Það er fátt eins þægilegt og að haka við ‚Afgreitt‘ á listanum sínum.

5. Hitta nýtt fólk

Ertu einhleyp/ur? Ástin er rík í öllum á sumrin, dagarnir eru langir og næturnar líka. Notaðu tækifærið og vertu skotin! Farðu á námskeið, á aðra bari en venjulega, hittu gamla vini (þeir eiga oft nýja vini, sem þú þekkir ekki) og skráðu þig á Tinder. Ekki hanga heima og halda að draumaprinsinn banki upp á og biðji um að fá lánuð egg. Gerðu eitthvað í þessu.

6. Komdu þér í form

Margir gera sitt besta til að koma sér í gott form fyrir sumarið, en ekki hætta bara þegar þessi gula mætir á svæðið. Færðu ræktina út. Farðu í labbitúr eða skokkaðu um hverfið. Taktu dauðagöngu í Elliðaárdalnum og skelltu þér í sund. Eða skráðu þig í Boot camp! Þær brjálæðingar eru alltaf úti að sprikla.

7. Ferðastu

Ekki hanga heima í 6 vikur. Farðu í ferðalag! Hvort sem það er innanlands eða utanlands, stækkaðu sjóndeildarhringinn og gerðu eitthvað nýtt. Tjaldaðu, farðu í sumarbústað, farðu í heimsókn og sníktu gistingu, gistu á bændagistingu, farðu á hostel eða trítaðu á þig 4 stjörnu hóteli. Gerðu bara eitthvað annað en að sitja heima og mæna út um sama stofugluggann og þú gerir alla hina daga ársins.

Hvað ætlar þú að gera í sumar?

 

 

 

 

 

SHARE