Hvað er kynþokkafullt? Hvers vegna verður fólk ástfangið og hvers vegna heldur fólk framhjá maka sínum?

Í þessari fróðlegu heimildarmynd á vegum National Geographic er farið ofan í saumana á eðli ástar og þeirri tilgátu meðal annars varpað fram að við höfum mun minni vald á ástinni og lostanum en við kærum okkur um að viðurkenna.

Ástin getur verið tælandi, ávanabindandi, töfrum líkust, en í þessari heimildarmynd lærist okkur einnig hvers vegna karlmenn laðast að konum og hvort “fjölskyldufeður” eða “sjóðheit vöðvatröll” falla meir að viðmiðum okkar um náttúrulegt val á maka.

 

SHARE