Hvað gerir þig góða/n í rúminu? – Samkvæmt stjörnumerkjunum

Hvert stjörnumerki er með sérstaka og sexý ofurkrafta í svefnherbergi. Sum merki eru þekkt fyrir að eiga að vera „betri í rúminu“ en önnur merki en það hafa öll merki eitthvað til síns brunns að bera. Hver er þinn ofurkraftur?

Hrúturinn: Djarfur og fallegur

Hrútinum er stjórnað af Mars, plánetunni sem kennd er við þrá, og þess vegna er Hrúturinn þekktur fyrir að hafa frumkvæði. Hann er ákveðinn og alltaf til í slaginn og er líklegastur af öllum stjörnumerkjunum til að eiga písk til að nota í svefnherberginu.

Nautið: Hægur og rólegur

Nautið er með mikið þol og er líklegur til að vilja nota skynfærin sín til hins ítrasta. Kerti, silkirúmföt, snertingar og kynlíf úti í náttúrunni.

Tvíburinn: Hugarleikfimi

Tvíburinn er bestur í að „sexta“, af öllum stjörnumerkjunum, en það er semsagt að senda kynferðisleg skilaboð. Hvort sem hann er að senda þér skilaboð eða að hvísla í eyrað á þér, þá sér hann til þess að það sé líf og fjör í svefnherberginu.

Krabbinn: Kynferðislegur miðill

Einnar nætur gaman getur virkað eins og mjög náið samband þegar Krabbinn á í hlut. Innsæi hans getur virkað á þig eins og hann sé að lesa hugsanir þínar, sérstaklega þegar þú færð munnmök frá honum.

Sjá einnig: Munnmök eru unaðsleg, en bara ef þau eru gerð rétt

 

Ljónið: Kynlíf kvikmyndastjörnu

Ljóninu er stjórnað af Sólinni og þegar þú átt í nánu sambandi við ljón, líður þér eins og stjörnu. Heimagerð myndbönd, kynferðislegar myndir, nærföt og frábær lýsing eru ekki fjarri lagi.

Meyjan: Gyðjan

Meyjunni er stjórnað af Merkúr, plánetu huga og samskipta. Það þýðir að Meyjan getur fundið upp á mjög þróuðum fantasíum, hlutverkaleikjum og dónatali.

Vogin: Meistari í tælingum

Voginni er stjórnað af Venus. Fyrir þeim er kynlíf list og forleikurinn ekki síður mikilvægur og skapandi. Vogin er mikið fyrir jafnvægi, ekki síst í svefnherberginu, og vill því bæði stjórna og láta stjórna sér.

Sjá einnig: Besta og versta kynlífsstellingin að mati kvenna

 

Sporðdrekinn: Kynferðisleg lækning

Sporðdrekinn er þekktur fyrir kynferðislegt þol og í kynlífi með honum getur örlað fyrir óþekkt, dýpt og það getur þótt frekar frumstætt. Kynlíf á meðal fólks, fjarstýrðir titrarar og allt sem fylgir einhverskonar dulúð er eitthvað sem Sporðdrekinn elskar.

Bogmaðurinn: Út yfir endimörk alheimsins

Kynlíf með Bogmanni er ferðalag, með engan endi – Nýtt, spennandi og villt. Bogmaðurinn er þekktur fyrir tilraunastarfsemi og ævintýraleit og eru til í allt, meira að segja hópkynlíf.

Steingeitin: Yfirmaðurinn

Fagmaður úti á götu, villingur í rúminu. Steingeitin vill stjórna á skrifstofunni og í svefnherberginu. Hún vill skipa elskhuga sínum fyrir og vill fara í hlutverkaleiki sem hún stjórnar.

Sjá einnig: Fjórir spennandi leikir til að krydda upp í kynlífinu

Vatnsberinn: Frumkvöðullinn

Vatnsberinn á það til að vera á undan sinni samtíð í svefnherberginu. Þeir hugsa út fyrir kassann og vilja fá nýjustu kynlífstækin. Hann lætur þetta virka eins og stóra vísindalega tilraun.

Fiskurinn: Ljóðskáldið

Kynlíf með Fiskinum (sem hann vill kalla að „njóta ásta“) getur verið eins og ljóð. Forleikurinn gæti meira að segja innihaldið alvöru ljóð. Fiskurinn hefur líka gaman að kynlífi í vatni, þ.e. sturtu, heitum potti og í sjónum.

Heimildir: Cosmopolitan

SHARE