Hver dagur sem þú ert á lífi er sérstakt tilefni – Falleg frásögn

Einstaklega falleg saga sem er mikill sannleikur í. 

Mágur minn opnaði neðstu skúffuna í kommóðu systur minnar og tók upp fallegan böggul, pakkaður í mjúkan pappír með fallegum borða utan um. „Þetta“ sagði hann, „eru eki bara undirföt. Þetta er undirfatnaður.“ Hann tók pappírinn utan af og rétti mér kjólinn sem var þar í. Hann var svo fallegur, handgerður úr silki og falleg blúnda saumuð í hann. Verðmiðinn, sem á var prentuð ótrúlega há fjárhæð, var ennþá á kjólnum. „Jóna keypti þetta í fyrsta skipti sem við fórum til New York, fyrir um 8 eða 9 árum síðan. Hún notaði hann aldrei. Hún var að spara hann fyrir sérstakt tilefni. Ætli þetta sé ekki rétta tilefnið.“ Hann tók kjólinn og setti hann á rúmið með hinum fötunum sem við ætluðum að fara með á útfararheimilið.

Hann hvíldi hendur sínar á kjólnum um stund, síðan skellti hann skúffunni á kommóðunni aftur og snéri sér að mér. „Þú skalt aldrei geyma neitt fyrir sérstakt tilefni. Hver dagur sem þú ert á lífi er sérstakt tilefni.“

Ég hugsaði um þessi orð alla jarðaförina sem og dagana á aftir þegar ég hjálpaði honum og systurdóttur minni að klára öll þau erfiðu verkefni sem þarf að klára við skyndileg dauðsföll. Ég hugsaði einnig um orðin alla leiðina í flugvélinni á leiðinni heim. Ég hugsaði um allt það sem systir mín hafði ekki gert, séð eða heyrt. Ég hugsaði um allt það sem hún hafði gert án þess að átta sig á að það væri sérstakt.

Ég hugsa enn um orðin hans og þau breyttu lífi mínu. Ég les meira og þríf minna. Ég sit á veröndinni og dáist að útsýninu í stað þess að pirra mig á arfanum sem á eftir að reita í garðinum. Ég ver meiri tíma með fjölskyldu og vinum og minni tíma á fundum. Hvenær sem því verður viðkomið á lífið að vera samansafn upplifana og minninga til þess að varðveita í stað þess að reyna bara að þrauka í gegnum stundirnar. Ég reyni núna að koma auga á augnablikin og varðveita þau.

Ég „spara“ ekkert lengur, við notum fína leirtauið og spariglösin við hvert tilefni, t.d. þegar ég missi kíló, eða þegar við náum að losa stífluna í vaskinum eða þegar ég heyri fyrsta fuglasöng sumarsins.

Ég fer í fína jakkanum mínum í búðina þegar mig langar til. Kenningin mín er sú að ef ég lít út fyrir að mér vegni vel þá eigi ég líka auðvelt með að eyða 5000 krónum í einn lítinn poka af matvörum án þess pirrast. Ég spara ekki fína ilmvatnið fyrir sérstakar veislur, enda er afgreiðslufólk í verslunum og gjaldkerar í bankanum með nef og lyktarskyn sem virkar alveg jafn vel og vinir mínir í fínu veislunum.

„Einhvern daginn“ og „fljótlega“ hafa tapað stöðu sinni í orðaforða mínum. Ef eitthvað er þess virði að sjá, heyra eða gera, þá vil ég gera, sjá og heyra það núna. Ég er ekki viss um hvað systir mín hefði gert ef hún hefði vitað að hún yrði ekki hér á morgun, daginn sem við öll tökum sem sjálfsögðum hlut.

Ég held hún hefði kallað saman fjölskylduna sína og nokkra góða vini. Hún gæti hafa hringt í gamla vini til þess að afsaka og bæta upp gamlar deilur. Ég ímynda mér og vona að hún hefði farið út að borða á kínverskum stað, þar sem uppáhalds maturinn hennar var kínverskur matur. En ætli ég muni nokkurn tíma vita það fyrir víst.

Það eru þessir litlu hlutir sem ég hef alltaf látið sitja á haganum sem er farið að gera mig reiða að gera ekki, það sem ég sleppi að gera þegar ég geri mér ekki grein fyrir að tími minn hér er takmarkaður. Reið vegna þess að ég sleppi því að hitta góða vini sem ég ætlaði að reyna að hitta einhvern daginn. Reið vegna þess að ég skrifaði ekki bréf sem ég ætlaði að skrifa einn daginn. Reið og sorgmædd yfir að hafa ekki sagt manninum mínum og dóttur nógu oft hversu mikið ég raunverulega elska þau.

Ég legg mig virkilega mikið fram um að fresta ekki lengur, halda ekki aftur af eða geyma eitthvað sem gæti mögulega bætt hlátri og vellíðan inn í líf okkar og tilveru.

Og á hverjum morgni þegar ég opna augun segi ég sjálfri mér að sá dagur er einstakur.

Á hverjum degi, á hverri mínútur er hver andardráttur svo sannarlega…..einstök gjöf.

Söguna fundum við á Facebook síðu ,,Ævispor” og máttum til  með að deila til ykkar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here