Hvað ef við ættum nú eina sérstaka sál þarna úti sem er svo sérstök okkur að svo virðist að þú hafir beðið heilu aldirnar eftir að hitta hana? Hvað ef það er bara ein manneskja sem á eftir að umturna lífi þínu á svo stórfenglegan hátt að þú spyrð þig “hvað í ósköpunum er í gangi hérna”?

Þetta hugtak sem umræðir hefur í raun verið þekkt og skráð í alda raðir, en ekki hefur borið mikið á því síðustu áratugina fyrr en þá síðustu.

Flest okkar þekkja sálufélaga hugtakið, en vita þó ekki fyllilega hvað í því felst. Sálufélagi okkar er manneskja sem við fáum að kynnast í lífi okkar sem hefur gríðarlega mikil áhrif á okkar líf. Hjálpar okkur við að þroskast á bæði góðan og slæman máta. Sálufélagar geta verið vinir, elskhugar, fyrrverandi- og núverandi kærasti, besti vinur þinn, systir, móðir, amma, þinn versti óvinur, aðrir fjölskyldumeðlimir og þeir sem þú tengist mikið á einkennilegan og sérstakan máta.

Tilkoma þeirra í þínu lífi er engin tilviljun. Við hittum einhverja manneskju sem snertir þig svo djúpt að það er bara “eitthvað” sem er við hana og tengist hún lífi okkar til að kenna okkur og gefa okkur lífsreynslu til að þroskast sem sál. Þú hittir þessa manneskju og hún getur verið sú sem veitir þér gleði eða hreinlega meiðir þig svo djúpt að ekki er komist hjá því að þú lærir eitthvað sem þú átt eftir að taka með þér út lífsleiðina. Allt er þetta kennsla, kennsla í lífinu.

Sálirnar okkar hittast nefnilega aftur frá því úr fyrri lífum sem sálufélagar. Eins og það hafði verið gerður samningur í annarri vídd eða í öðru lífi um að hittast aftur til þess að gera upp mál eða til að gera betur. Við fæðumst í líkama en sálir okkar lifa áfram eftir að líkaminn deyr og eftir nokkrar lífsleiðir hér höfum við lokið við hlutverk okkar á þessari jörð og komum aldrei aftur hingað, nema sem sál sem fylgir öðrum sálum sem sérstakir lífshjálparar.

Sjá einnig: Er ég andleg eða „andleg“?

Þegar við erum hér á jörðinni eigum við fleiri en eina sál sem hjálpar okkur. Þau hjálpa okkur við að leiðbeina okkur í gegnum lífið á þann háttinn sem fæst okkar geta grunað. Þau eru eins og litlir fuglar sem hvísla í eyrun okkar líkt og innsæið, þau móta okkur og persónuleika okkar í raun án okkar vitundar. Leiðbeinendur okkar í lífinu hafa þó eitt sameiginlegt – þau stefna alltaf að því að hjálpa okkur og vilja okkur fyrir bestu í einu og öllu og þess vegna er mjög mikilvægt að hlusta á sína innri rödd.

Til er fyrirbæri sem nefnist tvíburasálir. Nafnið hljómar kannski einkennilega í eyrum margra, en það er sprottið upp af ævafornri hugmynd um tvær sálir sem voru upprunalega ein sál og á vissum tímapunkti, hafði hún deilst niður í tvær sálir. Eins og svo margar sögur, þá vindur hún upp á sig í alls kyns myndir í gegnum aldirnar.

Burt séð frá því hvort að eitthvað sannleikskorn sé í því að sálinni hafi verið skipt niður í tvennt eða ekki, þá byggist sagan upp á því að það er aðeins ein sál sem fullkomnar þína og það er “hinn hlutinn af þér”.

Fólk er almennt ekki til í að sætta sig við að það sé aðeins ein manneskja í allri veröldinni sem hefur þann möguleika á að vera sú fullkomnasta fyrir þig, en það er samt raunin. Sálirnar hafa heilagan tilgang og hefur sambandið verið blessað frá upphafi og frá æðri mætti, en þeim sem við getum stjórnað eða ráðið við. Margir hafa þennan eina raunverulega “eina sanna”, en alls ekki allir.

Sjá einnig: 10 ástæður til að elska sterka konu

Þú getur hugsað þér hugmyndina á bak við yin yang táknið. Það sem manneskjan hefur, hefur þú ekki og öfugt. Þinn veikleiki er hins styrkleiki og um leið á hinn veginn, en um leið hafið þið svo margt sameiginlegt og þið eruð sterk saman – ef þið getið verið saman það er að segja.

Tvíburasálir eiga það flestar sameiginlegt að líða oft eins og það vanti eitthvað í þau til að finnast þau vera heil og getur það skilað sér í alls konar atriðum í lífinu. Tilfinningin um að vanta eitthvað eða að vera að leita að einhverju einu réttu er líka algeng, enda er það svo, að án hvors annars eru þau ekki þau sem þeim er ætlað að vera.

Hvernig veist þú að þú eigir eftir að finna þessa heilögu sál og ást?

Ég hafði áður minnst á yin yang, en í raun er tengingin kvenkyns- og karlkynsorka, sem þegar saman er komið, fullkomna þau hvort annað. Sambandið þarf ekki að vera á milli tveggja gagnkynhneygðra einstaklinga, því það er allt spurning um jafnvægið á milli sálanna í orkunni.

Það er þó eitt við slíka tengingu sem þið verðið að vita. Ykkar samband verður að öllum líkindum eitt af því erfiðasta sem þið hafið upplifað í ykkar lífi, eða byrjunin réttara sagt og hér kemur sagan af tvíburasálum:

Algengast er að sú sál sem hefur kvenkynsorkuna búi við sérstöku andlegu innsæi, sem er ekki óvanalegt, gefandi að karlmenn hallast fremur að raunsæis hlið lífsins. Líkurnar á því að hún, í flestum tilfellum, hafi fæðst hingað til að bera með sér víðari sýn á lífið og aðrar tilvistir en gengur og gerist eru sérlega líklegar. Hún mun hafa fengið fyrirboða um að hún væri við það að fara að hitta sálina sem hún hefur svo lengi leitað að og þegar þau hittast í fyrsta sinn er eins og það kviknar á einhverri rosalegri ljósaperu innra með þeim báðum. Sagan endar þó ekki þar, því það sem tekur við er nokkuð sem storkar öllu raunsæi.

Báðir einstaklingarnir finna fyrir þessari tengingu sem ekki er hægt að setja í orð. Fyrst um sinn er eins og þau gleyma sér í tilfinningunni sem þessum hittingi fylgir, en því miður varir hún ekki lengi og við tekur átakanlegt ferli. Eins og áður hefur komið fram er kvenmaðurinn líklegri til að halda staðfestu sinni í þessu sambandi, vegna þess að það er innri vitund og traust á eigið innsæi sem fylgir því að vera næmari á aðrar tilvist veraldarinnar. Allir sem eru svo blessaðir að hitta sinn “hinn helming” geta þó aðeins spennt beltin og búið sig undir aðstæður sem stangast algjörlega við allt sem okkur hefur verið kennt.

Fljótlega eftir fyrsta hitting ykkar er bara eitt víst og það er að þið berið mikla ást til hvors annars, en eiga þó í erfiðleikum með að skilja hvers vegna og líkurnar á því að sá aðili sem er ekki býr yfir innri sýn eigi eftir að hlaupa eins og fætur toga, eru mjög miklar. Það gerist vegna ótta, ótta vegna þess að aðstæðurnar verða yfirþyrmandi og hann er ekki til í að sætta sig við að þessi sérstaka manneskja hafi komið til hans í einhverjum sérstökum tilgangi. Það getur verið sprottið af allskyns ástæðum, því aðstæðurnar eru sjaldnast þær ákjósanlegustu og það mætti teljast til mikillar heppni ef einstaklingurinn er á sama aldri og á sama stað og þú í lífinu. Annar einstaklingurinn er jafnvel búinn að vera í hjónaband og á börn, í sambandi eða með fyrirfram mótaða ímynd um það hvernig þau vilja að líf sitt verði og þar munu koma árekstrar.

Ef hann ber ekki með sér jafnt innsæi og hún, eru líkurnar á því að hann skilji ekki aðstæðurnar jafnt og hún, mjög miklar og mun hann leitast allra ráða til að forðast tenginguna fram í rauðan dauðann. Ekki er ólíklegt að hann haldi áfram leit sinni að því sem hann heldur að hann sé að leita af og sé mikið fyrir að horfa í kringum sig í leit að öðrum betri og hentugri kosti en þeirri sem virðist vera í ágætlega hátt launaðri vinnu við að láta hann horfa á sjálfan sig.

Sjá einnig: Þekkir þú karma? – 8 litlu lögmálin sem fáir vita

Þegar tvær slíkar sálir hittast gerist nefnilega nokkuð sem er svo sársaukafullt. Það er að þurfa að horfast í augu við sína eigin djöfla. Allt sem manneskjan hefur forðast að takast á við í sínu lífi er rifið upp á yfirborðið og annað hvort neyðist viðkomandi að takast á við þau vandamál sem hafa haldið þeim niðri í lífinu hingað til eða hreinlega tekur á það ráð að flýja. Það er í raun ekkert óeðlilegt við það, að finna til óhugs þegar einhver kemur inn í líf þitt og fer að ögra þínum fyrri lífsmynstrum, en um leið er það eitt það besta sem gæti hafa komið fyrir manneskjuna eða sálina.

Þrátt fyrir að algengara sé að kvenmaðurinn sé líklegri til að draga fram á yfirborðið það sem hefur haldið manninum föstum í lífinu, er hún ekki laus við “gallana” sjálf. Hún hefur samt sem áður verið fyrri til að ganga frá hinum ýmsu vanköntum í sínu lífi áður en þau hittast. Hún hefur þrátt fyrir það ekki lokið við sína eigin innri vinnu, en með tilkomu karlkynssálarinnar, getur hún klárað sína innri vinnu, því hann sýnir henni hvað hún megi gera betur, rétt eins og hún honum.

Hann mun reyna að flýja og hún mun reyna að flýja sambandið, en það er til einskis, því eftir að þessar sálir hafa hisst, er ekki aftur snúið og ekki möguleiki á því að snúa til gamla lífsmynstursins. Sálirnar munu alltaf finna fyrir hvort öðru á einn háttinn eða annan, annað hvort með tilfinningu, draumum eða bara einhverns konar áminningu ef þær eru ekki komin á endastöð sameininingarinnar.

Hvar endar þessi saga?

Nú, þú getur kannski ímyndað þér einhverja ægilega rómantíska og dramatíska bíómynd. Eina þar sem fólk hittist og ást kviknar á milli þeirra, en eitthvað veldur því að þau ná ekki að vera saman og þau fara í sitthvora áttina, en allan þann tíma sem þau eru ekki með hvort öðru, geta þau ekki losnað við manneskjuna úr huga sínum. Þau fara í sitthvora áttina, eignast jafnvel annað líf þar sem ekki er pláss fyrir þrjá í sambandinu og því skilja leiðir. Eftir einhvern tíma áttar manneskjan sig á því að manneskjan sem hann eða hún valdi sér af praktískari ástæðum var ekki sú sem hjartað kallaði á. Það er vegna þess að hjartað var aðeins ætlað einni manneskju. Það væri líka mjög glatað viðfangsefni í bíómynd ef allt endaði ekki vel.

Þetta er kannski einfaldari skýring á öllu viðfangsefninu, en það er ekki að ástæðulausu að slíkar ástarsögur hafa verið til frá upphafi allra tíma.

Hver og einn hafi sína trú á þessu viðfangsefni, en á endanum vill hjartað alltaf það sem hjartað vill og það hefur ekkert að gera með það hvað er „hentugt“.

SHARE