Hvernig komst Elvis upp með að byrja með 14 ára stúlku?

Á hátindi ferils síns var Elvis Presley einn af frægustu mönnum heims. Hann var þekktur fyrir sína einstöku söngrödd og svo auðvitað sviðsframkomu sína, sem þótti oft á tíðum mjög djörf og mjaðmahreyfingar hans þóttu mjög óviðeigandi. Samt hefur Elvis haldið vinsældum allt til dagsins í dag.

Elvis var samt aldrei óumdeildur, sérstaklega ekki í einkalífinu. Þegar hann kynntist Pricilla Presley var hann 24 ára og hún var 14 ára. Margir hafa velt því fyrir sér hvernig hann komst upp með að vera með svona ungri stúlku og ef við setjum þetta í samhengi þá er þetta eins og Shawn Mendes, sem er 24 ára núna, myndi byrja með 14 ára barni. Ferli hann myndi eflaust vera lokið, þá og þegar.

Samkvæmt því sem Priscilla Presley hefur sagt í gegnum árin, virðast vera tvær meginástæður fyrir því að ferill Elvis Presley lifði ástarsamband þeirra af. Sú fyrri er að þegar Elvis og Priscilla urðu fyrst par hafði almenningur ekki hugmynd um það. Hún hefur tjáð sig um það opinberlega og hefur alltaf haldið fullri tryggð við Elvis í því sem hún hefur sagt.

Sjá einnig: Madonna biður fólk um að hætta að leggja sig í einelti – „Hættið að leggja mig í einelti fyrir að njóta lífsins“

Í fyrsta viðtali sem Priscilla gaf, árið 1973, talaði hún við Ladies Home Journal. Í því viðtali útskýrði Priscilla hvers vegna hún hélt sambandi sínu við Elvis leyndu á meðan hún var með honum á aldrinum 14 til 21 árs.

„Ó, það voru svo margar ástæður. Hann var orðinn svo frægur nú þegar; þetta var mitt eigið líf, mitt eigið mál. Eða kannski var það vegna þess að Elvis var svo mikið að passa upp á sig. Hann var mjög sjálfstæður, skilningsríkur, samúðarfullur og hann tekur fólki eins og það er. En hvað persónulegt líf hans varðar, þá var hann mjög dulur.“

Ef almenningur vissi ekki að Elvis væri að hitta 14 ára stúlku á þeim tíma, hvernig gátu þeir þá orðið reiðir? Það er samt alveg ljóst að þó parið hafi farið leynt með sambandið vissu fjölmiðlar eitthvað um parið.

Frá nútímasjónarmiði er auðvitað aldursmunur parsins það alvarlegasta, þ.e. að hún var bara 14 ára gömul og hann 24 ára. Hinsvegar hafði Elvis ekki miklar áhyggjur af því. Þegar náinn vinur Elvis, Joe Esposito, var spurður að því í viðtali hjá Larry King, hvort það hefði ekki valdið Elvis áhyggjum að vera með svona ungri stúlku, svaraði hann: „Af því að það var ekkert í gangi á þeim tíma. Þau gerðu aldrei neitt. Þau voru vinir og voru að kynnast og spjalla saman. Ég veit ekki af hverju hann var aldrei stressaður yfir því, hann var aldrei stressaður yfir því.“

Sjá einnig: Donald Trump dansar við dóttur sína sem var að ganga í hjónaband – MYNDBAND

Priscilla hefur sagt að þau hafi eytt klukkutímum saman í kossaflens þegar hún var unglingur en heldur því statt og stöðugt fram að þau hafi ekki sofið saman fyrr en þau giftu sig. Það var aðaláhyggjuefni foreldra Priscilla, að þau svæfu ekki saman fyrir giftingu, ekki hversu ung hún var.

Foreldrar Priscilla leyfðu henni að flytja til pabba síns og stjúpmömmu til þess að hún gæti verið nær Elvis. Það leið samt ekki á löngu áður en hún var farin að búa í Graceland með Elvis.

Faðir Priscilla, Tom Parker, beitti Elvis þrýstingi til að gifta sig sem þau svo gerðu árið 1967 í Las Vegas.

Tímarnir breytast og mennirnir með. Aðalhneykslið í kringum samband þeirra var á sínum tíma semsagt það, að þau yrðu að gifta sig til að gera þetta opinbert. Það væri hinsvegar ekki það sem fólk hefði mestar áhyggjur af í dag.

SHARE