Hvernig skal meðhöndla kynaukaverkun af völdum svokallaða SSRI lyfja – Aðsend grein

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

 

Konur og karlar kannast við það vandamál þegar þeir taka inn þunglyndislyf sem eru í flokki SSRI, að hafa minni löngun í kynlíf eða gjörsamlega missa alla löngun fyrir því. Að vísu eru þessar aukaverkanir tíðaari hjá karlmönnum en konum.

Þetta er ein þekkasta aukaverkun lyfjanna og er talið að lang flestir sem taka inn lyfin þjáist af þeim.

Listi yfir SSRI lyf:
Flúoxetín eða Prozac
Sertralín/Sertral eða Zoloft
Seroxat eða Paxil
Cipralex eða Laxapro
Cipramil eða Celexa

Aukaverkanir hjá körlum:
Erfiðleikar að fá reisn, minnkuð kynhvöt, kynferðisleg örvun minnkar, seinkun á sáðláti eykst og fullnæging getur reynst sársaukafull.

Aukaverkanir hjá konum:
Kynhvöt minnkar, erfiðleikar að fá fullnægingu og sársaukafullt að stunda kynlíf.

Fyrir marga, eins og til dæmis mig, hafa þessi lyf hjálpað mjög mikið við að höndla áráttu, þráhyggju, þunglyndi og kvíða. Það gerir það erfiðara fyrir mig að hætta á lyfjunum vegna þess að þau hjálpa mér að höndla lífið betur.
Rúm 2 ár sem ég hef tekið inn þessi lyf þá hef ég lesið mig mikið til um hvað það er sem veldur þessum aukaverkunum. Ástæðunar eru nokkrar og ætla ég að telja upp nokkrar hér fyrir neðan.

SSRI lyf hafa áhrif á Serotoníum upptöku í heilanum og sumar rannsóknir hafa sýnt að lyfin skerði dópamín flæði í leiðinni. Vegna of mikils dópamíns í heilanum getur það valdið auknum kvíða.
Dópamín er eitt þekkasta taugaboðefni í heilanum sem spilar mikinn þátt í kynlífi og tilfinningum.
SSRI lyf eru talin skerða dópamín starfsemi í heilanum og ef upptaka dópamíns minnkar, þá mun öll þessi örvun sem við fáum þegar við stundum kynlíf eða sjálfsfróun.

Hvað er hægt að gera án þess að hætta inntöku lyfjana?
(ATH! Allt sem ég nefni hér fyrir neðan skal taka inn með aðgát og í samráði við þinn lækni!)

Margir sem taka inn SSRI lyf taka inn lyfið Wellbutrin samhliða þeim.

Wellbutrin eykur tvö boðefni í heilanum (noradrenalín og dópamín). Wellbutrin er notað við meðhöndlun á þunglyndi og athyglisbrest. Wellbutrin hefur verið tekið inn samhliða SSRI lyfja til meðhöndla kynaukaverkun þeirra. Athugið það að Wellbutrin er ekki æskilegt fyrir þá sem þjást af miklum kvíða þar sem það getur eykt kvíða. Wellbutrin er lyfseðilsskylt.
Buspirone eða buspar er kvíðalyf og hefur einnig verið notað til að meðhöndla kynaukaverkanir af völdum SSRI lyfja. Busprion er lyfseðilsskylt.

Einnig hafa nátturlyf verið notuð til að meðhöndla kynaukaverkun.
L-Tyrosine. L-Tyrosine er talið auka dópamín og noradrenalín í heilanum. L-tyrosine er aminósýra.
Ginkgo Biloba hefur einnig verið notað og hafa sumir einstaklingar fundið mun.
Hægt er að nálgast þessi bætiefni í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillunni í nettó, hagkaup og krónunni.
Ég bendi fólki á að lesa innihaldslýsinguna áður en byrjað er að taka þessi efni inn til að tryggja að það hafi ekki ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna. Einnig hefur L-tyrosine valdið svefntruflunum hjá sumum einstaklingum og getur jafnvel valdið kvíða.

Einnig má reyna að notast við amínósýru sem kallast L-arginine.
Gerðar hafa verið rannsóknir á L-arginine og hafa þær sýnt fram á að l-arginine auki nitric oxide í líkamanum. Ég á enn eftir að lesa mig meira til um hvernig nitric oxide hafi áhrif á SSRI lyf.
En ég hef þessar örstuttu heimildir frá síðunni:
http://www.depressionny.com/q&a-sexualse.htm
“Serotonin also appears to exert direct effects on sexual organs by decreasing sensation and by inhibiting nitric oxide. Nitric oxide is thought to be a key player in the sexual pathway as it is thought to relax smooth muscle and blood vessels and therefore allow adequate blood supply to the sexual organs. Overall, it is the interplay of these neurotransmitters that causes antidepressant-induced sexual side effects”

Bendi fólki á að prufa sig áfram í þessu. Eins og með allt sem fólk tekur inn er þetta persónubundið.

Vona að þetta hjálpi einhverjum þarna úti.

Guðni Freyr Öfjörð

SHARE