þessi grein er aðsend í þjóðarsálina.

Langar að koma einu á framfæri í von um að sem flestir lesi þetta og hugsi sig um.
Sonur minn missti vin sinn í bílsslysi fyrir nokkrum árum síðan vegna ölvunaraksturs hins aðilans og það var mér til vakningar þrátt fyrir að ég hafi aldrei keyrt undir áhrifum áfengis.

það er hinsvegar meðvirknin sem ég er að tala um. Í gær var ég í matarboði og kom á bílnum mínum þangað, við vorum mörg vinahjón að hittast og áttum gott kvöld. Þegar ég kom inn var mér boðið upp á vínglas, ég sagði að ég væri á bíl svo ég ætlaði ekkert að vera fá mér. Gestgjafinn segir þá ,,blessuð vertu eitt, tvö glös getur nú varla skipt neinu máli‘‘.

Þetta fannst mér ótrúlega furðulegt að heyra frá fullorðnum manni, en þarna ákvað ég að fá mér glas og ætlaði að redda okkur hjónum heim í lok kvöldsins og sækja bílinn á morgun án þess að ég talaði um það við fólkið í veislunni.
Sagði svo við gestgjafann nokkru seinna ,,Veistu jú ég þigg rauðvínsglas‘‘ og hann svarar um hæl, núna líst mér á þig.

Vinkona okkar heyrði þetta og segir þá ,,hvað komstu á bíl ?‘‘ ég svaraði játandi en þá segir hún ,,það er nú í lagi, þið búið rétt hjá, enga stund að bruna heim‘‘

Þegar ég fór að spá betur í þessu fannst mér þetta alveg út í hött og var maðurinn minn sammála mér.
Hverskonar vitleysa er í fullorðnu fólki, þetta eru góðir vinir mínir en ég átti ekki til orð.
Hver hvetur vin/vinkonu til þess að aka eftir glas eða glös af áfengi ?

Langar að segja hér og nú ÞETTA ER EKKI Í LAGI.
Ef þið vitið að einhver er á leið á bílnum eftir að hafa fengið sér, ekki gera ekki neitt og EKKI hvetja til þess. Það er alveg sama hvort við erum að ræða um 1 eða 3 glös, léttvín eða sterkt.
Það er aldrei í lagi að aka undir áhrifum áfengis og ég verð sár að viðhorf margra sé svona. Að þetta sé allt í lagi.

Þó þú kannski finnir ekki á þér eftir eitt bjórglas, getur verið að manneskjan sem er að fara keyra geri það, hún hefur kannski borðað lítið og er illa upp lögð fyrir áfengi og því áttu ekki að hvetja hana til þess að keyra og segja að það sé í lagi!
það er aldrei í lagi!

Fullorðið fólk þarf að fara taka sig saman í andlitinu og fara eftir því sjálft sem við reynum að kenna börnunum okkar.

Deildu þessu fyrir mig ef þú ert sammála.

SHARE