Íslensk móðir kallar eftir hjálp!

Kristjana Elínborg Óskarsdóttir er uppgefin.

Ég hafði samband við hana eftir að hún birti eftirfarandi færslu á facebook:

Endilega deilið þessari færslu. 🤔 Endilega oft!!!!!
Kæru vinir,
Ég er öryrki og međ 215.000 kr. Ađ međaltali á mánuđi. Ég er ađ borga 235.000 kr. í leigu og dóttir mín hjálpar mér ađ borga hana.

Hún hætti í framhaldskóla til ađ borga leigu međ mér.

Þetta er ekki í lagi.

Ég er á biđlista hjá Kópavogsbæ eftir félagslegu húsnæđi. Ég mun þurfa ađ bíđa í 3 ár. Verđur stelpan mín þá búin ađ gefast upp á áframhaldandi námi?

Verđur hún ađ lifa á láglauna launum vegna þess ađ ég varđ veik og er őryrki á Íslandi?

Kópavogsbær og fólkiđ sem sér um húsnæđismálin þar má alveg skammast sín. Sem og ríkisstjórnin. Ekki fara skattpeningarnir okkar til ađ hjàlpa fólkinu í landinu nema síđar sé.

Mig vantar íbúđ á viráđanlegu verđi.

Dôttir mín þarf ađ mennta sig til ađ geta borgad sitt húsnæđi í framtíđinni. Þađ eru 200 fjőlskyldur á biđlista Kópavogsbæjar eftir húsnæđi. 200!!!!!!!! Og þá erum viđ bara ađ tala um eitt bæjarfélag á hőfuđborgarsvæđinu.
Elsku fb vinir og fjőlskylda, viđ verđum ađ uppræta þetta ófremdarástand. Hjálpiđ mér međ því ađ deila þessari færslu, skrifa valdhőfum bréf, diskotera viđ vini og hjálpast ađ međ ađ hvetja valdhafa í breytingar til þess betra. Þau ríku verđa ríkari og fátækt fátækari.
Biliđ breikkar hratt. Breytum þessu. !!!!!!!
Kristjana Elínborg Óskarsdottir

Fram kom í samtali mínu við Kristjönu að hún er langþreytt og finnst skelfilegt að horfa á dóttur sína kasta frá sér möguleikum á menntun vegna fátæktar, sér ekki hvernig dóttir hennar á sjéns á að losna úr fátæktargildrunni sem íslensk stjórnvöld hafa búið til.

Þá nefnir hún að afi hennar og amma hafi verið með þeim fyrstu að byggja húsnæði í Kópavogi og hennar stórfjölskylda búi mest öll þar og séu með fyrirtækjarekstur og því hafi þessi fjölskylda aldeilis greitt bænum fjárhæðir en það að hún fái aðstoð er ekki inn í myndinni.

Henni var bent á það þá lausn að flytja til Spánar á meðan hún bíður eftir félagslegri íbúð, af ráðgjafa sveitarfélagsins. Því það er svo ódýrt að búa á Spáni. Hún reyndi þetta og fór til Spánar en gat ekki hugsað sér að slíta sig frá stelpunum sínum og þær vildu bara fá hana heim.

Er eðlilegt að aðstoð við fjölskyldu feli í sér tvístra fjölskyldunni milli landa ?

Jafnframt veltir Kristjana því fyrir sér hvað verður um börn öryrkja er það næsta kynslóð sem mun lifa við fátæktarmörk? Á meðan þeir ríku verða ríkari.

Hvað ætli mikið af börnum fari svöng að sofa á Íslandi? Land sem er frekar ríkt og ætti að sjá sóma sinn í að sinna fólkinu sínu en ekki stofnunum og steypu.

Kristjana segist vera algerlega viss um það að ef hún væri ekki svo lánsöm að eiga móður og ömmu sem hafa alltaf verið til staðar fyrir hana og enn meira eftir að hún varð öryrki 2002.

Þá væri hún búin að taka sitt eigið líf, það er bara þannig.

Að vera 46 ára og þurfa í hverjum einasta mánuði að biðja móður sína og ömmu um fjárhagsaðstoð er bæði niðurlægjandi, skelfilegt og því fylgir skömm. En eftir að leiga, rafmagn og aðrar nauðsynjar eru greiddar er ekki til peningur fyrir mat. Þannig að móðir hennar og amma eru stuðningsnetið.

Hún er þakklát fyrir það að eiga það bakland sem hún á í sinni fjölskyldu, getur ekki hugsað til þess hver hennar staða væri án þeirra.

Hún hvetur aðra öryrkja og alla þá sem búa við sára fátækt að stíga fram og segja sögur sínar.

Með því vonast hún til að fólk fái áheyrn og þjóðfélagið þroskist í stað þess að fara aftur á bak. Setjum fólk í fyrsta sæti kæra alþingi fólkið sem ræður ykkur í vinnu og borgar launinn ykkar með sköttunum sínum.

Ekki skapa það samfélag að börnin sem eru að alast upp í dag verði þrælar fátæktar alla ævi.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here