Íslensku stelpurnar töpuðu gegn þeim þýsku

Ísland tapaði gegn Þjóðverjum 3-0 í öðrum leik liðsins  í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í kvöld.Það má eiginlega segja að íslensku stúlkurnar hafi aldrei séð til sólar og gengu Þjóðverjar á lagið frá fyrstu mínútu. Eftir talsverða yfirburði komust þær þýsku yfir á 24 mín. Þar var að verki Lena Lotzen og þannig var staðan í hálfleik. Á 55 min. bættu svo Célia Okoyino við öðru marki fyrir Þjóðverja. Hún var svo aftur á ferðinni sex mínútum fyrir leikslok og gerði þar endanlega út um von Íslendinga um að fá eitthvað  útúr þessum leik.

Sanngjarn sigur Þjóðverja staðreynd og þurfa því íslensku stelpurnar að sigra Hollendinga næstkomandi miðvikudag til að eiga möguleika á því að komast í átta liða úrlit.

Við hjá Hún.is fylgjumst spennt með og höfum fulla trú á „stelpunum okkar“.

ÁFRAM ÍSLAND!

SHARE