Jóladagatal með nýju sniði

Hér er ný hugmynd að jóladagatali.

6a00d83451d64f69e2010536293d21970c-800wi

Fyrir hvern dag í desember er pakki með miða fyrir viðkomandi dag. Í hverjum pakka er svo gjöf af einhverju tagi, hugmyndin er ekki að kaupa allt nýtt, heldur að nota það sem til er fyrir, endurnýta hluti eða vera með verkefni, leiki eða annað sem fjölskyldan gerir saman.

Dæmi um gjafir:

  • Jólamyndir (má nota þær sem eru til fyrir)
  • Jólabækur (má nota þær sem eru til fyrir)
  • Jólaföndur
  • Jólalitabók
  • Heimatilbúinn grænn og rauður föndurleir
  • Sett til að skreyta piparkökur
  • Jólasett fyrir aðfangadag (Jesúbarnið, María, Jósef)

Umslögin eru með þessum verkefnum, leikjum og svo frv.:

  • Skrifa bréf til jólasveinsins
  • Baka kökur og fara með í Rauða krossinn
  • Útbúa skraut fyrir jólatréð
  • Fara að skoða jólaskreytingar saman
  • Baka smákökur saman
  • Heitt súkkulaði og smákökur fyrir háttinn
  • Velja nafn fyrir pakkaleik fjölskyldunnar og fara að versla gjöf
  • Fara í gegnum gömlu leikföngin og fara með í Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefnd
  • Útbúa jólaleikrit fyrir foreldrana að horfa á
  • Horfa á jólamynd saman
SHARE