Kíkir ekki í baðskápa hjá fólki

Andri Freyr Viðarsson hefur heldur betur heillað landsmenn með þáttum sínum „Andri á flandri“ þar sem hann hefur skoðað litríkt mannlíf landsins. Einnig hefur útvarpsþátturinn „Virkir morgnar“ sem hann er með á Rás 2 slegið í gegn en Andri er þar í aðalhlutverki ásamt Gunnu Dís.

Andri Freyr er í Yfirheyrslunni í dag

 

Fullt nafn: Andri Freyr Viðarsson

Aldur: 32 ára

Hjúskaparstaða: Einhleypur og barnlaus.

Atvinna: Dagskrárgerðamaður

 

Hver var fyrsta atvinna þín?
Ég klóraði frænda mínum á bakinu á sumrin á meðan hann var í körfu að týna gúrkur, tómata eða paprikur. Fyrir dagvinnuna fékk ég Toffee Popps pakka, illa sáttur skóf ég súkkulaðið og karamelluna af með framtönnunum og henti restinni. Lúxus líf.

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárum þínum?
Þau voru nokkur. Það versta var sennilega Shell derhúfa sem ég tók derið af og setti Sid Vicious bót yfir Shell og skreytti svo restina með litlum hljómsveitarbarmmerkjum.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar?
Já, það er þá sennilega eitthvað sem aðrir hafa sagt mér, ég er allt of duglegur við að segja fólki allt um sjálfan mig.

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?
Já. Þetta gerist eiginlega alltaf þegar ég fer í klippingu. Mér er illa við nýjar klippingar.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá?
Nei. Er svo hræddur um að vera vandræðalegur þegar ég kem út.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í?
Úff, þau eru allt of mörg og eru eiginlega ekki prenthæf.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast?
http://halifaxcollect.blogspot.com/?m=1

Seinasta sms sem þú fékkst?
Nýjasti Mental Illness Happy Hour er meiriháttar. Checkit. ….Frá bróðir mínum.

Hundur eða köttur?
Hundur.

Ertu ástfangin/n?
Nei

Hefurðu brotið lög? 
Já, ég kýs að tjá mig ekki um það mál.

Hefurðu grátið í brúðkaupi?
Nei.

Hefurðu stolið einhverju?
Eeeeeee já. Hafa ekki allir gert það. Ég held að þeir sem segjast ekki hafa gert það séu lygarar. Ég hætti því eftir að ég var „böstaður“ við að stela Pantera videospólu í Skífunni 1996.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það?
Veistu ég veit það ekki. Það sem maður er ósáttastur við að hafa gert mótar mann mest, eða það held ég.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun?
Ógeðslega leiðinlegan gamlan kall sem er alltaf að rífa kjaft.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here