Komdu þér í þitt besta líkamlega og andlega form

Þegar haustið kemur fer fólk að taka heilsuna sína meira alvarlega og byrjar jafnvel að æfa eitthvað nýtt, prófa nýja líkamsræktartíma og svo framvegis. Ég persónulega fæ alltaf smá ógeð á því að fara EKKI mikið í ræktina og fæ mikla þörf til þess að fara að gera eitthvað.

Ég sá að það eru nýir spennandi tímar að hefjast í World Class, Laugum, sem mig langar að prófa og get eiginlega ekki beðið. Þessir tímar eru opnir og heita Blast fx og Pump fx og verða þeir á dagskrá á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Tímarnir eru kenndir af Unni Pálmarsdóttur og eru til þess gerðir að koma manni í sitt besta líkamlega og andlega form.

11953515_10153266539592655_5991636575057149830_o

 

Blast fx 

Blast fx er nýtt líkamsræktarkerfi þar sem unnið er með eigin líkamsþunga í HIIT þjálfun (High Intensity Interval Training) og TABATA lotum. Gerðar eru styrktar, kraft og þolæfingar í mislöngum lotum en í lotuþjálfun skiptast á lotur með hárri ákefð og lotur með lægri ákefð eða hvíld. Unnið er jafnt með styrktar- og þolþjálfun. Einnig er unnið í plyometrics- og þrekæfingum. Þrekpróf eru framkvæmd í viku 1, 6, 11 & 16.  Líkamsræktarkerfið blast fx er fyrir alla sem vilja komast í sitt allra besta líkamlega form.

 

Sjá einnig: Svona fær maður stinnan og flottan rass

11880686_10153266539962655_4103639455414861624_n

Pump fx

Pump fx er styrktarþjálfun þar sem blandað er saman góðum lyftingaræfingum með góðri tónlist. Pump fx er styrktarþjálfun og hóptími þar unnið er með lóð, stangir og eigin líkamsþyngd til að styrkja og móta allan líkamann. Pump fx er fyrir konur og karla sem vilja komast í sitt besta líkamlega form. Hefðbundin styrktarþjálfun þar sem við framkvæmum meðal annars hnébeygjur, bekkpressu, framstig, armbeygjur og róður en einnig unnið með functional og hreyfingar fyrir allan líkamann. Pump fx er styrktarþjálfun fyrir alla. Í pump fx getur hóptímakennarinn og þjálfarinn aðlagað æfingarnar og gert þær að sínum.

Unnur mun kenna tímana en hún hefur kennt líkamsrækt, dans og hópatíma víða um heim

 


Unnur Pálmarsdóttir umboðsaðili Fitness fx mun kenna tímana í World Class Laugum. Blast fx verður kennt á mán/mið kl. 18:40 og Pump fx er kennt á þri/fimm kl. 16:30 og hefjast tímarnir 31. ágúst og 1. september. Þeir eru opnir fyrir alla.

Sjá einnig: Mjóbakið hefur lagast vegna Hot Yoga

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi Fitness fx líkamsræktarkerfin er velkomið að senda póst á unnur@fusion.is.

SHARE