Kona bitin af skógarmítli í Borgarfirði

Hún Kristín Jóhanna Gunnarsdóttir var bitin af skógarmítli í Borgarfirði á dögunum. Hún segir að hún hafi verið bitinn einhversstaðar á svæðinu milli Borgarness og Svignaskarðs. Hún segir að sársaukinn sé mikill en hún fór strax á lyf og þetta hjaðnar með hverjum deginum.

10469581_10152487851894571_252987376_n
Mynd úr einkaeign Kristínar

 

 

Hún.is birti á dögunum grein um skógarmítilinn og við viljum hvetja alla til þess að kynna sér hana.

Fyrirbyggjandi aðgerðir

  • Skynsamlegt er að afla upplýsinga um hvort skógarmítla sé að finna á því svæði sem dvalist er á.
  • Kynna sér hvernig skógarmítill lítur út.
  • Reynist skógarmítlar á svæðinu er rétt að vera útbúinn oddmjórri pinsettu.
  • Klæðast fatnaði sem hylur líkamann vel, s.s. síðbuxum og langerma bol eða skyrtu, einkum ef farið er um skóg eða kjarrlendi. Nota ljós föt svo að mítlarnir sjáist betur.
  • Nota mýflugnafælandi áburð.
  • Þegar komið er af varasömu svæði þarf að skoða líkamann vel til að kanna hvort mítill hafi bitið sig fast í húðina.
  • Ef mítill hefur sogið sig fast til að nærast á blóði er rétt að fara að öllu með gát þegar mítillinn er fjarlægður. Það er best gert með því að klemma pinsettuodda um munnhluta mítilsins og lyfta honum beint upp frá húðinni (mynd 5). Forðast skal að snúa honum í sárinu. Þetta kemur í veg fyrir að innihald úr mítlinum geti spýst í sárið eða hluti hans verði eftir.

4333Almennt er talið að ekki sé hætta á sýkingu fyrr en eftir að mítillinn hefur dvalið í sólarhring í húðinni.

 

SHARE