Konan fékk sjokk þegar hún kom að bílnum

Það eru margir hræddir við kóngulær. Það er eitthvað við þessar mörgu fætur og það er náttúrulega töluvert verra þegar fæturnir eru loðnir.

Sjá einnig: Upplitaðar nærbuxur okkar kvenna

Kona nokkur í Ástralíu lenti heldur betur í hryllilegri uppákomu á dögunum þegar hún kemur að bíl sínum og það er ein risastór kónguló búin að koma sér fyrir undir hurðarhúninum á bílnum hennar. Konan fékk svo mikið sjokk að hún hefur ekki ekið bílnum sínum í meira en viku.

Kóngulóin var að tegundinni Huntsman spider sem er vissulega mjög ófrýnileg en hún getur ekki drepið manneskju. Hún er eitruð en manneskja sem fengi eitur hennar í sig gæti orðið illilega lasin ef hún færi ekki til læknis.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here