Kourtney er ófrísk

Kourtney Kardashian(44) á von á barni með eiginmanni sínum, Travis Barker (47), en hann er trommari í hljómsveitinni Blink 182.

Kourtney tilkynnti óléttuna á tónleikum Blink 182, í Los Angeles, með stóru skilti sem á stóð: „Ég er ófrísk Travis.“

Þau hafa lengi verið að reyna að eignast barn en fyrir eiga þau bæði þrjú börn.

SHARE