Kvennafræðarinn – Æðisleg leiksýning

Ég fór með manninum mínum á leiksýninguna Kvennafræðarann sem sýnd var í Kassanum sem er hluti af Þjóðleikhúsinu. Ysland bauð Hún.is á sýninguna.

Leikarar í leiksýningunni voru þau Jóhann G. Jóhannsson og Maríanna Clara Lúthersdótir. Í leikritinu er fjallað hispurslaust um konur, kvenlíkamann, kynlíf (nóg af því), frjósemi og tilfinningar. Leikritið er fyndið en jafnframt ádeila á staðalímyndir og við fáum örlitla innsýn inn í hugarheim kvenna, hvernig upplifum við okkur? líkama okkar, hvatir? hverjir eru dagdraumar okkar?

Þar sem ég vissi lítið um sýninguna kom það mér skemmtilega á óvart þegar leikarar fóru úr öllum fötunum, ég var á 2.bekk svo ég hafði gott útsýni!

Á leiksýningunni voru jafnt ungir sem aldnir og allir virtust skemmta sér jafn vel. Ég hló mikið, leiksýningin er fyndin þó hún taki á alvarlegum málefnum. Kidda Svarfdal tók viðtal við Jóhann G. Jóhannson sem þú getur séð hér.

Ég hvet alla til að skella sér á Kvennafræðarann, þú átt ekki eftir að sjá eftir því og líklegt er að þú fáir harðsperrur í magann daginn eftir!

Við ætlum að gefa 10 miða á leiksýninguna laugardagskvöldið 27. apríl kl. 19:30  í samstarfi við Þjóðleikhúsið og það sem þú þarft að gera til að vinna er að skrifa undir þessa færslu eitthvað skemmtilegt um konur!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here