Kynferðislegt ofbeldi á börnum – Brúðuleikhús sem forvörn

Mánudaginn  10. febrúar kl. 12:10-13:00 í Lögbergi, stofu 103 mun Elísabet Karlsdóttir, félagsráðgjafi MA og framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar í Barna- og fjölskylduvernd, kynna niðurstöður rannsóknar sem verður birt í nýjustu ritröð RBF.

Könnunin var gerð að beiðni Blátt áfram, forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Meginmarkmið rannsóknar  var að kanna hvort brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu hafi skapað aukna umræðu um ofbeldi í skólum og hvort sýningin hafi orðið til þess að auka þekkingu kennara á einkennum kynferðislegs ofbeldis.

Blátt áfram hlaut styrk úr Lýðheilsusjóði Landlæknisembættis til að gera rannsóknina. Brúðuleikhúsið Krakkarnir í hverfinu er nú eitt af verkefnum Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og í boði fyrir börn í 2. bekk í öllum grunnskólum landsins

SHARE