Það er auðvelt fyrir alla að vera sjálfmeðvitaðir á meðan á kynlífi stendur. Þú ert nakin, þið eruð náin og þið eruð að sjá líkama hvors annars frá öðrum sjónarhornum en venjan er.

En veistu, að þessir hlutir sem þú ert svo rosalega sjálfmeðvituð um er ekki einu sinni í huga karlmannsins.

Ef einhverjar af þessum hugsunum poppa inn í hugann á meðan þið eruð að stunda kynlíf þá skaltu henda þeim til hliðar eins og skot.

Því hérna er það sem karlmenn eru í raunveruleikanum að hugsa:

1. Rassinn

Stelpan hugsar: Ohh ég vona að hann taki ekki eftir appelsínuhúðinni eða hárunum sem eru innan í rassaskorunni.

Strákurinn hugsar: Þetta er fullkominn rass. Ætli það væri skrýtið ef ég stryki honum í klukkutíma? Ætti ég að spyrja eða bara láta vaða?

2. Lærin

Stelpan hugsar: Ohh afhverju eru ljósin á? Ég lít út eins og bjúgnapakki!

Strákurinn hugsar: Vá ljósin eru á, það er æði. Ég get loksins séð allt saman og hún er sexy as hell.

3. Maginn

Stelpan hugsar: Afhverju fór ég ofan á ? Ég þori að veðja að allt sem hann er að hugsa núna er hversu útblásinn maginn á mér er.

Strákurinn hugsar: Vá, það eru tveir hlutir sem ég elska þegar hún er ofaná. Ég þarf ekki að hafa mikið fyrir þessu og ég get horft á brjóstin á henni hossast upp og niður. Þetta er það besta.

4. Mjaðmirnar

Steplan hugsar: Wow, er virkilega svona mikið utan á mér til að halda í þegar ég er ofaná?

Strákurinn hugsar: Geggjað, hún er með mjaðmir. Ég hef eitthvað að halda í …Shakira Shakira…

5. Brjóstin

Stelpan hugsar: Ætli hann taki eftir hárunum sem eru í kringum geirvörturnar á mér ?

Strákurinn hugsar: Ætli hún taki eftir því að ég get ekki hætt að glápa á brjóstin á henni?

6. Bakið

Stelpan hugsar: Hvers vegna erum við að gera það í þessari stellingu? Hann getur séð bólur og svona sem ég er með á bakinu.

Strákurinn hugsar: VIÐ ERUM AÐ GERA ÞAÐ AFTAN FRÁ! Þetta er geggjað.

Þýðing: Anna Birgis – Heilsutorg.is

heilsutorg neðst

Heimildir: cosmopolitan.com

 

SHARE