Einungis tvö prósent þeirra sem tóku þátt í nýlegri breskri könnun sögðust stunda líkamsrækt oftar en fjórum sinnum í viku. 61% fólksins sem svaraði sagðist aldrei fara í ræktina. 37% fólks sagðist æfa einu sinni til tvisvar í viku.
Þeir sem tóku þátt í könnuninni voru spurðir hvernig hreyfingu þeir stunduðu helst og 55 prósent fólksins sagði kynlíf. 19 prósent þáttakanda viðurkenndu að kynlíf væri í raun eina líkamsræktin sem þeir stunduðu.
Það vitum við vel að við brennum nokkrum kaloríum í kynlífi en er það jafn góð hreyfing og að fara í ræktina?
Rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Pennsylvaniu leiddi í ljós að kynlíf er í raun góð leið til að grennast og til þess að halda góðri heilsu og að ávinningur þess geti jafnast á við að hlaupa á hlaupabretti í ræktinni. Kynlíf er gott fyrir hjartað og fólk sem stundar kynlíf þrisvar sinnum í viku minnkar áhættuna á að fá hjartaáfall og heilablóðfall um 50 prósent.
30 mínútur af kynlífi brennir um 200 kaloríum svo að kynlíf fimm daga vikunnar er eins og tveir og hálfur tími í ræktinni.
Algengast var að fólk stundaði þessa hreyfingu:
Kynlíf – 55 %
Hlaup – 52%
Hjólareiðar – 41%
Sund – 26%
Lyftingar – 22%
Eróbik – 11%
Kraftganga – 6%
Yoga – 5%