Læknar sögðu honum að hann ætti nokkra mánuði eftir ólifaða – Giftist ástinni sinni rétt fyrir lyfjameðferð

Chris Clark, 41 ára greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins í brisi. Rétt áður en hann fékk að vita að krabbameinið væri ólæknandi bað hann kærustu sinnar. Hjónin þurftu að hafa hraðar hendur vegna þess að Chris þurfti að byrja í meðferð strax. Með hjálp vina og ættingja náðu þau að skipuleggja drauma brúðkaupið á aðeins 10 dögum.

Charlotte, kærasta Chris hafði búið til úrklippubók, nokkrum mánuðum áður en Chris veiktist, sem hjálpaði þeim mikið við undirbúninginn. Chris var sagt að hann ætti einungis nokkra mánuði eftir. Krabbameinið, sjaldgæf tegund af krabbameini í brisi, hafði dreift sér um líkama hans og var komið í maga hans.

Byrjaði að finna fyrir verkjum í sumarfríi.
Chris byrjaði að finna fyrir verkjum í síðunni í fríi þeirra hjóna og verkirnir jukust mikið. Hann var einnig mjög þreyttur og hafði misst alla matarlyst. Eftir að hafa gengið í gegnum ýmsar rannsóknir var Chris greindur með krabbamein. Þegar Chris voru sagðar fréttirnar segir hann að það hafi verið eins og sprenging, hann varð daufur og hálfruglaður þegar honum var svo sagt að hann þyrfti að fara í fleiri rannsóknir.

Bað hennar á spítalanum
Chris og Charlotte sátu hálfdofin og í sjokki þegar hann fór á hnén og bað hennar. Nokkrum mínútum seinna var hann kominn aftur í spítalarúm og gekkst undir fleiri rannsóknir. Parið sagði fjölskyldu og vinum slæmu fréttirnar áður en þau glöddu þau með gleðifréttunum.

Ætluðu alltaf að trúlofa sig og giftast
Charlotte segir að þau hafi alltaf ætlað að gifta sig, það hafi bara verið spurning um hvenær ekki hvort. Hjónin hittust fyrir 6 árum í brúðkaupi sameiginlegra vina. Chris stakk upp á því að þau myndu gifta sig hjá sýslumanni en Charlotte hélt ekki og þau enduðu á því að halda sitt draumabrúðkaup.

Vinir og fjölskylda komu og fögnuðu með þeim
Þrátt fyrir að vinir og fjölskylda hefðu verið látin vita með einungis viku fyrirvara létu um 100 manns sjá sig og eyddu deginum með þeim. Chris á 3 börn úr fyrra hjónabandi og þau komu líka og eyddu deginum með þeim.


Er í lyfjameðferð.
Eftir brúðkaupið fór Chris beint í lyfjameðferð. Krabbameinið er ættgengt en hann vissi það ekki þar sem hann var ættleiddur. Læknar segja að venjulega lifi fólk einungis í 6 mánuði með þessa tegund krabbameins en læknar eru bjartsýnir á að hann muni lifa lengur. Konan hans segir: “Við erum öll að biðja fyrir því að krabbameinið hafi ekki dreift sér enn frekar og við erum bjartsýn og reynum að lifa eins eðlilegu lífi og við getum. Við þökkum fyrir hvern dag og ég er þakklát fyrir hvern dag sem ég hef hann hjá mér.”

Þann 30. júní mun Charlotte taka þátt í hlaupi ásamt rúmlega 4.000 konum til styrktar krabbameinssjúkra. Þrátt fyrir að vera í meðferð hefur Chris sagt að hann stefni á það að standa við hlið konu sinnar í hlaupinu. Hann segist vera stoltur af henni og vill sýna það í verki.

 

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here