Lamb Korma

Dásamlegt indverst Lamba Korma frá Ragnheiði hjá Matarlyst, kryddið leikur við bragðlaukana. Rótí brauðið góða er ómissandi með til að dippa ofan í sósuna.

Hráefni
1,3-1,5 kg úrbeinað lambakjöt skorið í fremur litla bita
6 msk olía eða smjör
2 stórir laukar eða 3 litlir saxaðir
3 stór hvítlauksrif pressuð
1 tsk ferskt pressað engifer
5 kardimommur kremjið með t.d kökukefli notið færin.
1 tsk cumin
1 tsk turmeric
1 tsk coriander
1½ tsk múskat
½ tsk papriku krydd
½ tsk salt
2 kanelstangir
Rautt karrýmauk 2½-3 tsk jafnvel meir smakka til.
1 dós niðursoðnir saxaðir tómatar
250 g ferskir tómatar t.d konfekt skornir smátt niður.
300 g buttersqvas grasker skorið í fremur litla teninga.
250 g vatn
1 grænmetiskraftur
150 ml rjómi
1 msk hlynsýróp
Salt til að smakka til með.
1-2 msk Maizena sósujafnari dökkur notað ef sósan er ekki nógu þykkt.
Saxað coriander ferskt til að bera fram með.
Casjuhnetur muldar til að vera fram með

Smjör eða olía sett á pönnu, mýkið laukinn í nokkrar mín eða þar til glær.Bætið öllum kryddum út á steikið í 2-3 mín
Bætið út á pönnuna pressuðu engifer og hvítlauk steikið áfram í 2 mín. Setjið því næst út á pönnuna,vatn + grænmetistening, tómata, grasker ásamt rjóma og 1 msk af hlynsýrópi. Látið sósuna malla á miðlungshita í u.þ.b 30 mín eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Smakkið til með salti, rauðu karrý paste og jafnvel örlitlu hlynsýrópi.
Hitið ofninn í 200 gráður.
Setjið 3 msk af smjöri á pönnu, saltið kjötið, brúnið kjötið á öllum hliðum í örskamma stund, hellið vökva af. Setjið í eldfastan pott, hellið sósunni yfir. Lamb Korma er látið inn í 200 gráðu heitan ofn í 20 mín.
Ber réttin fram með grjónum, fersku coríander, kasjuhnetum og Rótí brauði.

Rótí brauð

8 dl hveiti
2 msk lyftiduft
2 msk sykur
2 tsk salt
Vatn þar til deigið samlagast vel

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið vatni út í þurrefnin þar til deig myndast, og eða hveiti sett út í þar til deigið sleppir vel hendi og hefur samlagast vel.
Mótið litlar kúlur á stærð við golfkúlu, fletjið þær út þunnt og steikið á olíuborinni heitri pönnu um stund og snúið við og steikið hina hliðina.Gott er að penslið brauðið með hvítlauksolíu.

SHARE