Bland.is heldur úti auglýsingaþræði þar sem fólk getur auglýst eftir hlutum sem þeir vilja eða auglýst hluti eða jafnvel dýr til sölu. Hér er einn sem er greinilega kominn með nóg af köttunum sínum sem auglýsir eftir nýjum eiganda. Þær eru samkvæmt núverandi eiganda bæði sjálfhverfar og alveg hundleiðinlegar!

Auglýsingin hljóðar svo:

„Er með 2 gullfallegar læður sem þurfa fá nýtt heimili, sem fyrst. 

Glæsilegar og fallegar, en eins og á við um marga ketti þá eru þessi gæludýr algjörlega sjálfshverfar og bókstaflega „Hund“ leiðinlegar. 

Þær koma, éta, sofa, fara út og fara úr hárum, ekkert meira. Eru ekkert fyrir að láta klappa sér, hafa engan áhuga á að leika og hundsa fjölskyldumeðlimi með öllu NEMA það vanti mat í matardallinn, þá geta þær komið, mjálmað og dansa í kringum fæturnar á manni þar til þær fá matinn sinn, þá verður maður aftur ósýnilegur! 

Ég er búinn að fá nóg, þær eru raunverulega bara fyrir manni, matardallurinn er fyrir mér, auk þess sem þær slá mat útfyrir dallinn og dreifa um gólfið. Kattarsandkassinn er líka fyrir mér og tekur bara frá pláss sem væri betur nýtt undir eitthvað annað eða ekkert. 

Bókstaflega bara vesen og kostnaður að hafa þessi dýr, búinn að reyna auglýsa á FB og nú er það Bland.is eftir morgundaginn ( mánudag) verður þeim lógað ef ekki finnast nýjir eigendur sem vilja samt sem áður og þrátt fyrir alla fyrrnefndu galla bjarga þeim og gefa þeim nýtt heimili. – breyting, vegna frábærra viðtaka og mikilla auglýsinga ætla ég að bíða með dýralækninn, trúi ekki öðru en að það finnast nýjir eigendur 🙂 

Skal samt taka fram einn kost, hér á heimilinu er 2ja ára skvísa sem má með öllu ráðskast með þær báðar að vild, án þess að þær mótmæli, þ.e.a.s. ef hún nær þeim. 

Endilega deilið eða hirðið kettina, skal meira segja borga með þeim 3.000.kr til nýs eiganda. ( ódýrara en dýralæknir ) 

Hafið samband

kv. Mundi 

ATHUGIÐ! 
Vegna „fárra“ einstaklinga, sem mislíkar auglýsingin mín og telja sig tilneydda til að senda mér niðrandi skilaboð vegna hreinskilni minnar vil ég einfaldlega benda samt sem áður á að það hefur verið og er hugsað vel um kettina, þó svo að „fáir“ telja sig geta lesið annað úr orðum mínum, hér er samt sem áður enginn með ofnæmi, sjúkdóma eða aðra slíka ástæðu sem ég get falið mig bakvið sem ástæðu þess að ég þarf að láta þær frá mér. 

Þannig að endilega, ef þið vitið um einhvern sem gæti/vill/langar að eignast þær, þá er þetta tækifærið.“

SHARE