Láttu lögregluna vita! – Símtölum fer fjölgandi

Alls bárust 502 símtöl í Upplýsingasíma lögreglunnar (fíkniefnasímann) árið 2012 og hefur símtölum farið fjölgandi á síðustu árum.

Í langflestum tilfellum eru þeir sem hringja að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnaafbrot eða grunsemdum um slíkt athæfi.

Upplýsingar sem fást með þessu móti eru lögreglunni afar gagnlegar og koma iðulega að notum í rannsóknum mála.

Númer Upplýsingasímans er 8005005. Síminn er vaktaður allan sólarhringinn sem tryggir að upplýsingarnar berast fljótt og vel til viðkomandi lögregluembætta.

Athygli er vakin á því að Upplýsingasíminn er ekki eingöngu ætlaður fyrir upplýsingar um fíkniefnaafbrot.

Þegar hringt er í upplýsingaasímann svarar talhólf. Þar er hægt að lesa inn þær upplýsingar sem koma skal á framfæri við lögreglu. Hægt er að gefa upplýsingarnar upp nafnlaust. Ef lögreglu er heimilt að hafa samband eða sá sem hringir æskir þess þarf að taka það fram og gefa upplýsingar um nafn, símanúmer eða netfang.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here