Litrík dagskrá Hinsegin daga

Dagana 5.-10. ágúst verða Hinsegin dagar haldnir í Reykjavík í sextánda sinn en að þessu sinni verður​ hátíðin umfangsmeiri og margbreytilegri en nokkru sinni fyrr.

Boðið verður upp á fjölbreytta menningardagskrá ​, ​en þar má nefna​ kvikmyndasýningar, fyrirlestra, pallborðsumræður ​, kórtónleika​ og íþróttaviðburði ​ – ​ að ógleymdum hápunktunum: opnunarhátíð, gleðigöngu, útitónleikum og hátíðardansleik.

Dagskrá hátíðarinnar var formlega kynnt í gærkvöldi en veglegt dagskrárrit Hinsegin daga fór í dreifingu þann sama dag. Ritið má meðal annars finna á sundstöðum, kaffihúsum, upplýsingamiðstöðvum og víðar.

 

StjórnHinseginDaga2014-2015Stjórn Hinsegin daga 2014-2015; Eva María formaður, Baldvin Kári varaformaður, Kristín ritari, Gunnlaugur Bragi gjaldkeri og Jón Kjartan meðstjórnandi. 

 Hinsegin dagar er sex daga stórhátíð sem þjónar að minnsta kosti þrenns konar hlutverki. Í fyrsta lagi að gleðjast yfir þeim áföngum sem náðst hafa í mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna sýnileika samkynhneigðra, tvíkynhneigðra, transfólks, intersex fólks og annarra sem falla undir hinsegin regnhlífina. Í öðru lagi stuðlar hátíðin að umfjöllun um menningu og sögu hinsegin fólks. Í þriðja lagi minna Hinsegin dagar​ ​ 
á þau réttindi sem ekki hafa enn náðst og það óréttlæti og þá fordóma sem enn viðgangast, bæði á Íslandi og meðal annarra þjóða.

Fulla dagskrá hátíðarinnar auk ýmissa upplýsinga má finna á vefsíðu Hinsegin daga, www.reykjavikpride.com en ​einnig​ má fylgjast með á www.facebook.com/reykjavikpride

Ætlar þú í Gleðigönguna í ár?

SHARE