The Color Run mun fara fram á Íslandi í fyrsta skipti á næsta ári. Hlaupið er frekar óhefðbundið að því leyti að þátttakendur byrja hlaupið í hvítum bolum, hlaupa 5 kílómetra en á 1 kílómetra fresti er hent lituðu dufti á þá.
Hér eru myndbönd sem sýna stemninguna en hlaupið er einstök upplifun.
Í lokin koma allir út þaktir litum og þá byrjar skemmtilegt 2 tíma partý fyrir framan sviðið og meiri litum hent yfir þátttakendur.
The Color Run á Íslandi er í samstarfi við Höfuðborgarstofu og verður því líklegast stemning í miðbænum næsta sumar!