Það var allt vitlaust á Twitter á fimmtudagskvöldið í kringum Eurovision með merkið #12stig – það bárust 5250 tíst frá rúmlega 950 tísturum, samtals hafa því rúmlega 1300 manns tístað 8600 sinnum með #12stig! í fyrra voru ca 3500 úr báðum undankeppnum og því stefnir í Íslandsmet í kvöld ef landinn tekur nú almennilegt #12stiga-tíst-stuð yfir lokakeppninni! Markmiðið er 20 þúsund tíst…
 

En hér eru áhugaverðar staðreyndir um #12stig tístið í kringum undankeppnirnar:


Virkasti tístarinn er @isakhinriksson
@isakhinriksson hefur tíst yfir 170 sinnum með #12stig.

Álagspunktar. Þrisvar kom fyrir að yfir 100 tíst bárust á einni mínútu:

1.     Klukkan 20:19 komu 133 tíst merkt #12stig – þá steig hinn magnaði Cezar frá Rúmenínu á svið!

2.     Mínútu síðar komu 115 tíst í viðbót um kontratenórinn.

3.     110 tíst komu inn kl 20:54 þegar tilkynnt var að Ísland komst áfram

4.     Rúmenía komst næstum því inn með þriðju mínútuna yfir 100 tíst því klukkan 20:18 komu inn 94 tíst um Rúmenska tenórinn
Það er því augljóst að Cezar frá Rúmeníu er vinsælastur hjá tísturum á Íslandi.

 

Það tíst sem var „retweetað“ oftast, þ.e. endurbirt af öðrum tísturum, var þetta innlegg Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem var svar við fyrirspurn borgara sem taldi að frammistaða hins títtnefnda rúmenska kontratenórsöngvara væri lögreglumál:

Alls var þetta svar lögreglunnar endurbirt 21 sinni.

Það er auðvelt að fylgjast með umræðunni á #12stig – forsíðan á Vodafone.is breytist í tíststraum á meðan á keppninni stendur, sem uppfærist stöðugt með nýjustu tístunum. Einnig er hægt að fá umræðuna beint á sjónvarpsskjáinn með því að stilla á stöð 800 í Vodafone Sjónvarpi (801 fyrir HD).
 
Á stöðinni, sem er aðgengileg á rás 800 í Sjónvarpi Vodafone yfir ljósleiðara, Ljósnet og ADSL, verður sent út Eurovision-efni allan sólarhringinn fram yfir lokakeppnina sem fer fram laugardaginn 18. maí. Háskerpuútgáfa stöðvarinnar verður send út á rás 801. Þar kennir ýmissa grasa, því auk eldri Eurovision-keppna, tónlistarmyndbanda með gömlum íslenskum Eurovision-lögum og annars efnis úr sarpi RÚV verða birt ný viðtöl við keppendur, gesti og fleiri sem send eru frá Malmö á meðan á undirbúningi keppninnar stendur.
ÁFRAM ÍSLAND.
SHARE