Lögreglan biður ráðleggur fólki að halda sig heima, lesa bók eða hringja í vin

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu ráðleggur fólki að halda sig heima í dag þar sem ekki er gert ráð fyrir því að veðrinu sloti strax og orðið kolófært víða á höfuðborgarsvæðinu.

Víða er búið að loka vegum en lögreglan brýnir einnig fyrir fólki að virða lokanirnar sem hefur orðið misbrestur á samkvæmt Facebook síðu Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu;

[quote]Vesturlandsvegi hefur verið lokað við Þingvallaveg, en Suðurlandsvegur er lokaður við Olís í Norðlingaholti, eins og áður hefur komið fram. Á þessum stöðum, sem víðar, er kolófært og blindbylur og ekkert ferðaveður. Lögreglan brýnir fyrir fólki að virða lokanir, en á því hefur verið misbrestur í morgun.[/quote]

Lögreglan ráðlagði fólki í morgun á síðu sinni að vera heima, lesa bók eða hringja í vin;

“Það er ekkert ferðaveður, skyggni ekkert og allt meira og minna stopp í borginni. Við hvetjum fólk til að vera heima við þangað til að veður skánar.
Suðurlandsvegur er lokaður við Olís í Norðlingaholti, verið er að skoða lokanir á Vesturlandsvegi við Þingvallaveg.
Lesið í bók, hringið í vin, veriði heimavið frekar en að leggja af stað núna.
Vinsamlegast deilið svo sem flestir sjái skilaboðin.”

Einnig hafa lögreglu borist fjölmargar spurningar vegna skólahalds en eftirfarandi skilaboð sendu þeir frá sér rétt í þessu:

“Vegna fyrirspurna um skólahald á höfuðborgarsvæðinu þá er mikilvægt að hafa í huga að skólar á svæðinu eru alltaf opnir og taka við þeim börnum sem þangað koma. Það er á ábyrgð foreldra að vega og meta stöðuna hvað börn þeirra varðar og fylgja þeim í og úr skóla ef veður er slæmt. Nánari upplýsingar um þetta má finna á vef slökkviliðsins og þær eru þar á mörgum tungumálum.”

Vef slökkviliðsins sem varðar skólahald má sjá hér.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here