Madison Ilmhús – By Terry

Nýverið gekk ég inn í verslun við Aðalstræti 9 sem ber nafnið Madison Ilmhús. Ég hafði aldrei komið þangað inn áður en það sem tók á móti mér var ævintýri líkast.

21-Madison-Ilmhús

Hér er linkur að heimasíðu þeirra: Madison Ilmhús

Á móti mér tóku framandi ilmir og áberandi var hversu smart verslunin var að innan. Fjölbreytt úrval kerta, ilma og snyrtivara var það sem greip mig mest. Móttökurnar voru frábærar og tóku starfsmenn við að kynna fyrir mér nýja vörulínu sem hafði komið í verslunina hjá þeim.

Sjá einnig: DIY heimilisilmur sem þú getur prófað

Vörulínan heitir By Terry og er hún hönnuð af snyrtivöruframleiðandanum Terry de Gunzburg. Í línunni má finna fjöldan allan af dásamlegum förðunar- og snyrtivörum ásamt fjölbreyttu úrvali frábærra förðunarbursta.

byterry9

Terry er mikið fyrir að þróa vörur sínar áfram í átt að fullkomnun og hentar þær nútímakonunni í amstri dagsins.

Það sem stóð einna helst uppúr þegar ég horfði á línuna voru farðar sem heita Light-Expert click brush,  Cover Expert farðinn, varalitirnir og burstarnir. Mikil vinna hefur verið lögð í hönnun og þróun snyrtivaranna og eru þær því enstaklega vel út hugsaðar og þægilegar í notkun.


by-terry-stencil-foundation-brush-make-up-toolsimages (2) images

Burstar eru til fyrir hvert tilefni og er hver og einn bursti hannaður með sérstakt hlutverk í huga. Mikil vinna hefur verð lögð í hönnun burstanna, svo notkun þeirra er eins og best er á kostið.

Sjá einnig: Vafasöm húðumhirða – góð ráð

Light-Expert click brush er snilldin ein, þar sem hann samanstendur af farða og bursta í einni vöru. Tilvalið til að hafa með sér í veskinu yfir daginn til að fríska sig upp. Farðinn er léttur með sérlega upplífgandi áferð.

click vrush

Cover-Expert er dásamlega léttur og mjúkur farði sem verndar þig gegn útfjólubláum geislum. Farðinn er upp byggður til að fela allar ójöfnur í húðinni án þess að vera of þykkur og hyljandi, en um leið frískar hann þig upp og endist lengi.

cover expert

Game of Light eru haustlitir línunnar og inniheldur hún dásamlega liti. Augnskuggarnir eru satínmjúkir með glansandi- og metallitum, en varalitirnir eru djúpir og fallegir með flauelsmjúkri áferð og eru þeir sérlega endingagóðir.

ByTerryFW15-672x372

Ég prófaði vörurnar frá þeim og líkaði mjög vel, sérstaklega vegna hversu léttur farðinn er og sérstaklega hversu hversu frískandi mér fannst hann vera. Varaliturinn endist mjög lengi og er einstaklega mjúkur og góður. Mikið er í boði til að skoða, svo ég mæli hiklaust að þið kíkið í verslunina þeirra og skoðið allt úrvalið sem þau hafa upp á að bjóða.  Hægt er að finna þar mjög mikið safn ilma, snyrtivara og gjafavara, en einnig er hægt að nýta sér þjónustu snyrtifræðinga á staðnum.

SHARE