Tokyo, móðir Blac Chyna, vill endilega að hún giftist eina Kardashian drengnum, Rob. Samband þeirra er orðið ansi alvarlegt á stuttum tíma, en þau opinberuðu það í janúar á þessu ári og svo virðist sem þau séu föst saman á mjöðmunum. Þau hafa farið í mörg frí saman og hefur Rob eytt miklum tíma með syni hennar og Tyga mágs síns, honum King Cairo.

Sjá einnig: Rob ætlar í svuntuaðgerð til að gleðja Blac Chyna

Nýlega flaug Tokyo til Los Angeles með nýja eiginmanni sínum til að kynna hann fyrir dóttursyni sínum, en hún var ekki minna spennt fyrir því að hitta Rob því hún heldur því fram að hann sé hinn eini sanni fyrir Chyna.

Hún elskar viðmót hans, góðmennsku, mannasiðina og hvernig hann kemur fram við Chyna eins og drottningu.

Sjá einnig: Birti mynd af Rob Kardashian berum að ofan

Rob er meira og minna með Chyna alla daga, en Kris Jenner hefur ekki ennþá hitt hana, vegna þess að þeim þótti hreinn skandall að Rob væri með barnsmóður kærasta Kylie Jenner. Þau tvö virðast þó sérlega hamingjusöm, svo það er aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir þau.

Sjá einnig: Blac Chyna lætur Kris Jenner heyra það

10914622_924402227570418_126506298_n

Blac-Chyna-and-Mom-Tokyo-Toni-523x294

blac

 Screen Shot 2016-04-04 at 08.36.48

Screen Shot 2016-04-04 at 08.36.59

 

SHARE