Mangó chutney fiskréttur

Afskaplega ljúffengur mangó chutney fiskréttur í rjóma, karrý, epla og mangó chutney sósu frá Matarlyst

Ber fiskréttinn fram með rótí brauði, hrísgrjónum og jafnvel fersku salati.
Rétturinn er fyrir u.þ.b 5-6 fullorðna.

Skref 1

Hráefni

1300 g þorskur eða ýsa roð- og beinlaus skorin í hæfilega stóra bita.
3 dl hveiti
2 tsk salt eða eftir smekk
1 tsk svartur pipar eða eftir smekk
Olía til að steikja fisk
2-3 tsk karrý til að setja út á pönnuna í skömmum.

Aðferð

Skerðið fiskinn í hæfilega stóra bita, blandið saman hveiti, salti og pipar. Veltið fisknum upp úr hveitiblöndunni.
Hitið olíu á pönnu setjið 1 tsk karrý út á, rétt lokið fisknum á heitri pönnu, leggið í eldfast form. Endurtakið þar til allur fiskurinn er kominn í formið.

Skref 2

Aðferð

2 græn epli afhýdd og skori í bita
2-3 msk smjör
1 tsk karrý

Hitið smjör á pönnu bætið 1 tsk af karrý út á ásamt eplum, steikið á miðlungshita í 5 mín. Bætið út á pönnuna öllum þeim hráefnum sem
eru hér fyrir neðan.

1/2 l rjómi
3 1/2 dl mangó chutney
2 tsk karrý
1/2 tsk sítrónupipar
1 grænmetisteningur frá knorr

Látið malla saman í 3-5 mín.
Hellið yfir fiskinn.
Látið inn í 190 gráðu heitan ofn í 20 mín.

Rótí brauð
8 dl hveiti
2 msk lyftiduft
2 msk sykur
2 tsk salt
Vatn þar til deigið samlagast vel
Aðferð

Blandið þurrefnunum saman í skál, bætið vatni út í þurrefnin þar til deig myndast, og eða hveiti sett út í þar til deigið sleppir vel hendi og hefur samlagast vel.

Mótið litlar kúlur á stærð við golfkúlu, fletjið þær út þunnt og steikið á olíuborinni heitri pönnu um stund og snúið við og steikið hina hliðina í örskamma stund, passið að brenna ekki brauðið.

Penslið hvítlauksolíu á brauðið…. (Val)

SHARE