IMG_7358

Hreyfing heilsulind í Glæsibæ var með skemmtilega uppákomu fyrir meðlimi síðastliðinn laugardag. Boðið var uppá flotta og þétta hóptímadagskrá þar sem áherslan var á fjör og stemmningu.

1291582_10151838643354082_624150492_n

Á neðri hæði húsins hélt svo d.j. Natalie uppi stemmningunni með skemmtilegri tónlist ásamt því að fólk gat gætt sér á léttum og bragðgóðum veitingum frá Lava, veitingarstað Bláa Lónsins og svalandi drykkjum frá Ölgerðinni.

IMG_7477

Mikil og góð stemming myndaðist í húsinu og allir virtust skemmta sér konunglega. 

IMG_7458

Glæsileg ný hóptímatafla tók gildi í byrjun september og er taflan full af fjölbreyttum og skemmtilegum hóptímum og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrstu námskeið vetrarins hófust svo 2.september og var aðsóknin mjög góð og færri komust að en vildu. Ný námskeið hefjast svo þann 16.september og er vert að kynna sér þau.

524497_565421870159666_1247835862_n

SHARE