Fyrrum klámmyndastjarnan Mia Khalifa segir að karlmenn ættu ekki að búast við að maki þeirra standi sig eins og klámstjörnur í svefnherberginu. Khalifa kom fram á HARDtalk BBC og ræddi kvikmyndaiðnaðinn fyrir fullorðna við Stephen Sackur í viðtali. Áhrifavaldurinn, sem er 29 ára, sagði: „Allir horfa á klám. En þetta hefur áhrif á sambönd og klámfíkn er mjög algeng – það sem karlmenn sjá í myndböndunum og búast við frá konunum í lífi sínu er ekki raunveruleikinn. Enginn er að fara gera allar þessar athafnir á miðvikudagskvöldi með þeim sem hann elskar.“

Khalifa bætti við: „Mig langaði að gera klám að óhreina litla leyndarmáli mínu, en það sprakk í andlitið á mér. Þetta var skelfilegt.“ Khalifa byrjaði að leika í kvikmyndum fyrir fullorðna í október 2014 og fékk mesta áhorf á síðunni pornhub á aðeins tveimur mánuðum. Val hennar á starfi olli talsverðum usla í Miðausturlöndum, sérstaklega eftir að hún birtist í myndbandi klædd hijab. Khalifa sem er fædd í Líbanon, sagði þá frá hvernig þetta hefði haft áhrif á líf hennar. Hún sagði : „Ég sagði þeim orðrétt að ég yrði drepin. Ég var hrædd. Ég vissi að ef ég sagði nei, myndu þeir ekki neyða mig til að gera þetta en ég var samt hrædd. Ég var hrædd og kvíðin.“

Khalifa sagði að eftir að klámyndbandið birtist fór hún að taka eftir því að fjölskyldA hennar frá Líbanon fór að fjarlægjast hana, sem gerði hana enn meira „óörugga og eina“. „Það var enginn til að segja mér hvað ég ætti að gera eða hvað ég ætti ekki að gera,“ sagði hún. „Fjölskyldan mín hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera og hún afneitaði mér þegar hún uppgötvaði að ég væri í kláminu. Hún bætti við: „Ég hef áttað mig á því að sum mistök eru varla fyrirgefanleg, en tíminn læknar öll sár og hlutirnir eru að verða betri núna.“ Þegar viðtalið fór í loftið fóru margir á samfélagsmiðla og hrósuðu Khalifa fyrir að vera svo opinská og heiðarleg.

Einn skrifaði: „Ég er svo ánægður með að þetta hafi verið birt. Klámiðnaðurinn er ógeðslegur. Ég dáist að Mia fyrir að láta þetta ekki rífa sig niður og vera talsmaður gegn þessum viðbjóðslega iðnaði. Þakka þér fyrir.“

„Hrós á hana fyrir að tjá sig. Við þurfum meiri innsýn og heiðarleika í klámiðnaðinn,“ bætti annar við. „Neytendur eru stór hluti vandans. Til hvers að halda uppi eftirspurn eftir vöru sem skaðar svona mikið?“

Á öðrum stað í viðtalinu útskýrði Khalifa að hún væri nú orðin áhrifavaldur og virðist henni hafa tekist það, þar sem hún er með 27 milljónir fylgjenda á Instagram. Í nýjustu færslu sinni má sjá hana fletta í gegnum myndaalbúm með fyrirsögninni: „Grét mig í svefn á hverju kvöldi þessa vikuna vegna yfirþyrmandi gleði. Ég trúi ekki því sem við höfum gert og því sem við munum deila með ykkur á næstunni… vááá, hvað er gott að koma þessu frá sér.“

SHARE