Móðir í vanda – Erfitt að velja stað fyrir krakkagrislingana!

Kæri lesandi góður, nú leita ég ráða hjá ykkur. 

  Þannig er mál í vexti að mig langar að leyfa drengjunum mínum tveimur að fara í sumarbúðir núna í sumar.  Ég hef verið að skoða það sem er í boði og get með engu móti tekið ákvörðun um hvert ég á að senda þá.  Þeir sjálfir biðja bara um að fara í sumarbúðir og vita greinilega ekki alveg um hvað þetta snýst nema það sem þeir hafa séð í myndinni um Jón Odd og Jón Bjarna. 

En það sem setur mig sem móður þeirra í smá vanda er að ekkert af þessum stöðum hafa uppi hverjir starfa þarna og hverra menntunar þau hafa til að annast gullmolana mína í þessa viku .  Mig langar að vita bakgrunn þeirra og við hvað þau hafa starfað áður. 

  T.d finnst mér þetta vera mjög kuldaleg skilaboð til foreldra:   Ef foreldrar vilja spyrjast fyrir um börnin sín er hægt að hringja í síma xxx xxxx og ræða við starfsfólk. Símatími á …………. er frá kl. 17-18 alla daga.  Ekki er gert ráð fyrir samtölum við börnin.  Vinsamlegast athugið að heimsóknir til barnanna eru ekki leyfðar án samráðs við forstöðumann.

Ég hafði nú ekki hugsað mér að liggja á línunni á daginn til að athuga hvernig dagurinn var hjá þeim eða skutlast til að tékka á þeim !!

Svo datt ég inná aðra síðu með fyrirsögnina:

Jesús sagði:
“Leyfið börnunum að koma til mín
og bannið þeim það ekki, því að slíkra er Guðs ríkið.”

Mark. 10:14

Fljót að loka þessari síðu og ákvað í huganum að þetta fólk þarf nú aðeins að uppfæra síðuna sína nær nútímanum og var næstum því búin að blessa mig líka.

Svo poppaði upp þessi  fína síða, þar sem er talið upp hvað sjálfboðaliðar og starfsmenn þurfa að komast í gegnum til að vinna með börnum:  Allir sjálfboðaliðar og starfsmenn í starfi ….. og  …. með börnum og ungmennum þurfa að skila inn heimild til félagsins þess efnis að hægt sé að leita upplýsinga um viðkomandi í Sakaskrá ríkisins. Jafnframt þurfa allir sjálfboðaliðar og starfsmenn í starfi með börnum og ungmennum að taka námskeiðið Verndum þau þar sem fjallað er um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum og ungmennum og leiðir til að bregðast við slíku.

Þetta fannst mér smart, þar til að ég sá Facebook síðurnar með myndir af fullt af börnum í leik og skemmtun.  Ég bara kæri mig ekki um að „fólk“ sé að birta myndir af mínum börnum á þessum blessuðu samfélagsmiðlum.  Maður veit ekkert hver hangir þarna inni og er fylgjast með þessu !!!

Mér finnst ég vera haga mér eins og ég sé að ofvernda þessa tvo gullmola mína og þess vegna lesandi góði leita ég ráða hjá ykkur.  Veit til þess að flest allar sumarbúðir eru fullbókaðar á hverju ári og það hlýtur nú að vera einhver ástæða fyrir því,  önnur en að losna við „askotas krakka gríslinginn“  

Hver er þin reynsla og please aðstoðið mig við þetta val.

Kær kveðja

Móðir með valkvíða.

ÞESSI GREIN ER AÐSEND TIL HÚN.IS EN SKOÐANIR EÐA FULLYRÐINGAR SEM FRAM KOMA Í HENNI ENDURSPEGLA EKKI SKOÐANIR HÚN.IS OG ERU FULLYRÐINGAR Á ÁBYRGÐ ÞESS SEM GREININA SENDIR INN.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here