Moonlight-leikarar sitja fyrir hjá Calvin Klein

Ashton Sanders er nýtt andlit Calvin Klein. Hann situr fyrir í nýrri vor og sumar nærfatalínu tískurisans ásamt meðleikurum sínum úr kvikmyndinni Moonlight, þeim Trevante Rhodes og Alex Hibbert.


Hinn 21 árs gamli Sanders og félagar voru kynntir til leiks á Instagram-síðu Calvin Klein á dögunum. Þar birtist Ashton í þröngum boxernærbuxum einum klæða. Myndina tók ljósmyndarinn Willy Vanderperre.
Þeir félagar eru greinilega komnir í Calvin Klein fjölskylduna því allir klæddust þeir stórglæsilegum fötum fyrirtækisins á óskarsverðlaunahátíðinni um síðustu helgi.

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE