Á morgun, fimmtudaginn 5. september, kemur út sérstök Smáralindar útgáfa af NUDE Magazine.Screen shot 2013-09-05 at 11.00.39

 

Í blaðinu, sem er 84 blaðsíður, verður fjallað um allt það helsta í haust- og vetrartískunni 2013 og glæsilegir tískuþættir sýna það nýjasta í dömu-, herra- og barnafatatískunni en gaman er að segja frá því að þetta er í fyrsta skiptið sem barnafatnaður er sýndur í NUDE Magazine.

Screen shot 2013-09-05 at 11.03.16

 

 

 

Fyrir utan starfsfólkið hjá NUDE magazine tóku ljósmyndarar eins og Kári Sverrisson, Gulli Már og Íris Dögg Einarsdóttir þátt í verkefninu og eiga hver um sig einn myndaþátt í blaðinu. Í blaðinu verður einnig að finna áhugaverð viðtöl og greinar og allt um förðunina fyrir haustið.

 

 

Blaðinu verður dreift í Smáralind og geta því allir aðdáendur NUDE Magazine og flottra tískutímarita komið og nælt sér í frítt eintak. Þetta er í annað
sinn sem blaðið er gefið út á prenti í samstarfi við Smáralind og síðast kláraðist upplagið á skömmum tíma. Blaðið verður einnig hægt að skoða á www.nudemagazine.is eða á www.smaralind.is

Screen shot 2013-09-05 at 11.08.27

SHARE