Byrjum á því hvað það er sem veldur nætursvita. Það er ekki verið að tala um að þú svitnir í ofurheitu svefnherbergi, þú ert of mikið klædd/ur eða með of þykka ábreiðu. Það er ekki að marka ef þú svitnar undir þessum kringumstæðum.

Þú getur svitnað á nóttunni af því þú ert með kvef eða flensu en það telst heldur ekki sem nætursviti. Það eru til sjúkdómar sem valda nætursvita og maður þarf að vera meðvitaður um.

Sjá einnig: Er hægt að stunda of mikla líkamsrækt?

Orsök 1 – Undirliggjandi sjúkdómar eða krankleikar

Hvort sem það er andlegur sjúkdómur eða líkamlegur, geta þeir valdið nætursvita. Ef þú svitnar á nóttunni án ástæðu, ættirðu að láta athuga hvort þú sért með eitthvað af eftirfarandi sjúkdómum eða krankleikum.

 • Krabbamein
 • HIV, berklar eða bláæðasótt
 • Kvíði
 • Slagæðabólga
 • Anxiety disorders
 • Kæfisvefn
 • Taugasjúkdómar eins og taugakvilli eða heilablóðfall
 • Blóðsykurfall
 • Bakflæðissjúkdómur í meltingarfærum

Orsök 2 – Hormónar

Það eru þrjár stórar ástæður fyrir því að hormónaframleiðslan fari í rugl og þú farið að svitna óhóflega á morgnana. Sumar ástæðurnar eru náttúrulegar en aðrar eru áhyggjuefni.

 • Breytingaskeið
 • Meðganga
 • Ójafnvægi í hormónum af völdum sjúkdóms eða krankleika

Sjá einnig: Hún átti ekki að lifa í meira en 3 daga

Orsök 3 – Lyf

Nætursviti getur stafað af mörgum mismunandi efnum. Sum eru nauðsynleg, eins og til að mynda lyf. Nætursviti getur verið óheppileg aukaverkun.

Mörg lyf sem eru gjarnan misnotuð geta valdið nætursvita, jafnvel þó lyfið sé ekki misnotað. Áfengi er stór orsök fyrir nætursvita svo það er ekki sniðugt að drekka áfengi fyrir svefninn.

Fráhvarfseinkenni geta líka valdið nætursvita. Það er óumflýjanlegt þegar verið er að hætta á lyfinu. Það hjálpar mikið að hætta hægt og rólega, trappa lyfið út. Talaðu endilega við lækninn þinn til að fá meiri upplýsingar.

Orsök 4 – Offita

Ef þú ert í ofþyngd er eins og þú sért í þykkum klæðnaði alla daga. Líkami þinn er með náttúrulega einangrun og heldur hitanum inni. Þar af leiðandi getur líkami þinn ekki kælt sig almennilega. Offita getur valdið kæfisvefn sem veldur svo nætursvita.

Sjá einnig: Ungt par byggði sér pínulítið hús

Leiðir til að minnka líkur á nætursvita

Sem betur fer eru margar leiðir til að minnka líkur á nætursvita. Hér eru nokkrar leiðir til þess.

1. Fjárfestu í kælandi rúmdýnu

Það eru margir sem hafa keypt sér dýnu sem lagast að líkamanum en þær halda hitanum í líkamanum. Það eru til dýnur sem hafa kælandi áhrif.

2. Dragðu úr notkun á fötum og ábreiðum

Það eru til tvær leiðir til að gera þetta og þú getur gert annað hvort eða bæði. Önnur leiðin er að sofa nakin/n eða á nærfötum og hin leiðin er að nota þynnri sæng. Þú gætir jafnvel notað teppi í staðinn fyrir sæng.

Ef nætursvitinn er bara tímabundinn þá gætirðu skipt aftur yfir í venjulega sæng þegar þetta er liðið hjá.

3. Lækkaðu hitastigið

Það er mjög gott að hafa ekki of heitt í svefnherberginu og athuga hvaða stilling er á ofninum og reyna að hafa hitann í herberginu um 20°C.

4. Hafðu drykk við höndina

Hafðu vatnsflösku við rúmið með köldu vatni. Taktu litla sopa ef þér verður heitt. Það er fínt að vera með flösku sem heldur vatninu köldu svo vatnið sé vel kalt.

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE