Nú kemstu á Hún.is í sumarbústaðnum líka

4G kerfi Vodafone vígt formlega í gær

Stórt stökk inn framtíðina segir forstjórinn, sem sjálfur stökk úr flugvél til að fagna áfanganum áður en kerfið var vígt.

Stór svæði á Suður-  og Vesturlandi komust í gott 4G netsamband í gær, þegar 4G kerfi Vodafone var formlega tekið í notkun.  Við vígslu á kerfinu sagði forstjóri Vodafone daginn marka tímamót, því með gangsetningu kerfisins hafi möguleikum fólks á að tengjast netinu verið bylt á svæðum sem áður voru illa nettengd, þ.m.t. á vinsælum sumarhúsasvæðum.  4G þjónusta Vodafone nær m.a. til Laugarvatns-svæðisins, Grímsness, svæðanna í kringum Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyri auk þess sem stór svæði í Borgarfirði og í Skorradal eru í góðu 4G sambandi.

Undirbúningur fyrir 4G uppbyggingu Vodafone hefur staðið yfir um langt skeið.  Fyrirtækið hefur einsett sér að vera leiðandi í 4G þjónustu hér á landi og nýta 4G reynslu Vodafone erlendis til hins ítrasta. Þannig má byggja upp kerfi og þjónustu á hagkvæman hátt, þar sem tæknilegir yfirburðir tryggi bestu mögulegu upplifun viðskiptavina.

Ómar Svavarsson, forstjóri Vodafone:

“Gangsetning 4G kerfis Vodafone er stórt stökk inn í framtíðina og við erum stolt af því að hafa hleypt þjónustunni af stokkunum þar sem þörfin fyrir hana er mest.  Við munum á næstu misserum smám saman stækka 4G þjónustusvæðið, en í þeirri uppbyggingu munum við forgangsraða á skynsaman hátt þannig að þjónustan verði bæði viðskiptavinum okkar og eigendum til hagsbóta.  Þetta er hátíðisdagur og við viljum bjóða fólki að taka stökkið með okkur.”

Áður en kerfið var formlega vígt tók forstjórinn sjálfur stórt persónulegt stökk, er hann stökk úr flugvél og sveif til jarðar með fallhlíf á bakinu með 4G fána í fanginu.  Stökk forstjórans var táknrænt fyrir breytingu sem er að verða á farsímatækninni með tilkomu 4G-kerfanna. Hann lenti við sendamastur Vodafone í nágrenni Selfoss, þar sem kveikt var á kerfinu.

Ítarlegar upplýsingar um 4G þjónustusvæðið og nauðsynlegan búnað má finna á vodafone.is, í verslunum Vodafone og í síma 1414.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here