Það er ekki talið vera farsælt að birta fjölda mynda af sjálfum sér á Facebook.

 

Nýleg rannsókn sem gerð var í Bretlandi staðfestir grun sem lengi hefur legið í loftinu um það að það að birta myndir af sjálfum sér í tíma og ótíma og af öllu mögulegu og ómögulegu um sjálfa sig getur rústað raunverulegum samböndum og kunningsskap.

Í rannsókninni kom líka fram að sífelldar myndbirtingar dragi einfaldlega úr vinsældum fólks.

Dr. David Houghton sem stjórnaði rannsókninni segir að þetta sé líklega vegna þess að fólk finnur ekki samsömun með þeim sem sífellt eru að birta myndir af sér. Hann hvetur fólk líka til að hafa í huga að myndirnar á Facebook koma fyrir augu mjög margra svo sem maka, vina, fjölskyldu,  starfsfélaga og kunningja og líklega horfir hver á myndirnar á sinn sátt.

Reynt var að meta hvort þeir sem skoðuðu myndirnar tengdust betur þeim sem þær voru af þegar þeir horfðu á myndirnar og var niðurstaðan alveg hið gagnstæða, fólk taldi sig frekar  fjarlægjast þann sem myndirnar voru af.

Þá þótti rannsakendum athylisvert að ekki var gott að birta myndir af sér inni á síðum þar sem var verið að auglýsa vörur eða eitthvert málefni. Það virtist ekki auka á vinsældir fólks.

Hvað getum við lært af þessu?

Dr. Houghton svarar því til að hann telji að fólk eigi að nota samskiptasíðurnar og hafa gaman af því sem þær bjóða upp á. Við værum ekki inni á þessum síðum ef þær væru ekki skemmtilegar.  „En, segir hann, gætið að hverju þið eruð að deila með fólki. Hugsið málið vandlega og dreifið svo myndum eða öðru að því loknu“.

Það er líka gaman að velta því fyrir sér að Facebook getur látið fólk fá minnimáttarkennd. Flestir birta bara stöðuuppfærslur og myndir af því góða sem er að gerast í þeirra lífi og fáir tala um erfiðleikana. Það getur því verið erfitt fyrir utanaðkomandi aðila að sjá hvað allir aðrir eru “hamingjusamir” en fólk áttar sig oft ekki á því að þó að fólk deili bara hamingju með öðrum getur vel verið að það eigi slæma daga líka.

 

SHARE