Piparkökur fyrir hunda

Við fjölskyldan notuðum helgina í dásamlegan jólabakstur. Hver fjölskyldumeðlimur fékk að velja eina sort og áttum við yndislega stund saman. En það var eitt sem skyggði örlítið á gleðina. Það var hún Sóley okkar, 6 ára gamall enskur bolabítur sem elskar ekkert meira en að vera með allri fjölskyldunni að dúlla sér inní eldhúsi. Þegar við vorum svo að smakka allar sortirnar fannst okkur voðalega leiðinlegt að geta ekki leyft Sóley að smakka þar sem hún sat þarna stillt og prúð og mændi á okkur með fulla munna af smákökum.

Því treysti ég á mátt veraldarvefsins og leitaði að uppskrift af piparkökum fyrir hunda. Og viti menn, ég fann þessa frábæru og einföldu uppskrift.

  • Olívuolía – 60 ml
  • Vatn – 355 ml
  • Hunang – 1 msk
  • Kókosolía – 1msk
  • Hrásykursíróp – 120 ml
  • Mulið haframjöl (oat flour)- 710 gr
  • Kanill – 1 tsk
  • Engifer smátt rifið- 2 msk

Aðferð.

  • Setjið allt olíuna, vatnið, hunangið, kókosolíuna og hrásykursírópið í skál og blandið vel saman.
  • Malið haframjölið í blandara
  • Setjið haframjölið, kanilinn og engiferið í skál og blandið sama.
  • Blandið skálinni með vökvanum rólega saman við skálina með þurrefnum. Hrærið því saman. Deigið gætið verið svolítið „blautt“ en það er allt í lagi.
  • Setjið deigið yfir í hreina skál og setjið plastfilmu yfir.
  • Setjið skálina inní ísskáp í 3 klukkutíma.
  • Þegar deigið er tilbúið fletjið það út eins og venjulegt piparkökudeig og notið jólaform til að mynda kökurnar.
  • Bakist við 180 gráður í c.a. 10-15 min.

Skreyting. (Frosting)

  • Maísmjöl – 60 gr
  • Vatn – 60 ml
  • Hunang – 2 tsk
  • Blandið öllu vel saman.

Nú getur ÖLL fjölskyldan notið þess að borða smákökur yfir hátíðirnar og enginn skilin útundan. Sóley getur ekki beðið eftir því að leyfa vinum sínum að smakka.

Heimildir: pawlife.com.au

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here