Píratar bjóða frítt í bíó í dag!

Stjórnmálaflokkurinn Píratar bjóða frítt í bíó á kvikmyndina “Breaking The Taboo”, í dag, fimmtudaginn 14. febrúar klukkan 20:00 í Bíó Paradís.

„Glæpavæðing fíkniefnaneyslu hefur ekki skilað sér í minna framboði á fíkniefnum eða fækkun fíkla,“ segir Jón Þór Ólafsson, pírati. „Fyrrum forsetar Bandaríkjanna, Kólumbíu og Sviss hafa stigið fram og viðurkennt að glæpavæðing fíkniefnaneyslu hafi verið mistök. Alþjóðanefnd um fíkniefnastefnu komst að sömu niðurstöðu. Kofi Annan, fyrrum aðalritari Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir að fíkniefnamisnotkun væri heilbrigðisvandamál sem þyrfti að leysa sem slíkt og að stríðið gegn fíkniefnunum væri tapað.“

Nýútkomin skýrsla yfirvalda í Portúgal fyrir árin 2005-2012 sýnir að afglæpavæðing fíkniefna ásamt auknum forvörnum og meðferðarúrræðum fyrir fíkla hefur skilað töluverðum árangri þar í landi. Alþjóðlegar skýrslur síðustu ára sýna sömu niðurstöðu.

„Fíkniefnamisnotkun er heilbrigðisvandamál sem ber að leysa sem slíkt. Portúgalska leiðin hefur tekist á við vandamálið á mannúðlegan hátt sem hefur skilað sér í minni fíkniefnavanda og minnkað kostnað ríkisins“ segir Jón Þór Ólafsson, pírati. „Píratar vilja taka upp portúgölsku leiðina hér á landi. Þannig horfumst við í augu við vandamálin, í stað þess að sópa þeim undir teppið.“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here