Ívar Guðmundsson er með eina þekktustu útvarpsrödd landsins og einnig er hann annar tveggja framleiðenda Hámarks sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu misseri.

Ívar skellti sér með okkur í Yfirheyrsluna

——————–

Fullt nafn: Ívar Guðmundsson

Aldur: 47

Hjúskaparstaða: einhleypur

Atvinna: útvarpsmaður/heilsuvöru framleiðandi og Einkaþjálfari …

Hver var fyrsta atvinna þín? Selja Vísi og DV

Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Reyndi að safna síðu hári en þegar maður er með krullur er það eins og heysáta.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já alveg örugglega.

Hefurðu farið hundóánægður úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann?  Nei.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Ekki vanið mig á það.

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Missa 1 kg af M&M í lausu á gólf verslunarmiðstöðvar í Flórída Mall. Allt fór út um allt og ég bara læddist í burtu og þótti ekkert kannast við þetta.

Í hvernig klæðnaði líður þér best? Oftast bara í gallabuxum og bol, finnst það þægilegast.

Hefurðu komplexa? Nei eiginlega ekki en get samt verið smámunasamur.

Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? Eiginlega „lífsmottó“ en það er svona læra eitthvað nýtt á hverjum degi.

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Facebook.

Seinasta sms sem þú fékkst? Já já ekkert mál sjáumst þá.

Hundur eða köttur? Hundur

Ertu ástfanginn? Nei

Hefurðu brotið lög?  já nokkrum sinnum umferðalög en það er sem betur fer mörg ár síðan.

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Hef tárast já.

Hefurðu stolið einhverju? man eftir að hafa stolið sælgæti þegar ég var svona 12 ára, leið ekki vel eftir það.

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? aldrei taka góðri heilsu sem sjálfsögðum hlut. Alltof margir sem maður þekkir hafa annað hvort farið of snemma eða veikst alvarlega og verið lengi að ná sér.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Vil geta eytt meiri tíma erlendis þar sem er hlýrra en hér (skrifað í -5°)

ivar 2

SHARE