Ríkar mömmur ráða sér fatlaðan leiðsögumann – Börnin fá fyrr að komast í leiktækin

Ríkar mömmur frá Manhattan ráða fatlaða leiðsögumenn svo að krakkarnir þeirra geti troðið sér fram fyrir í röðum í Disney  

Nokkrar ríkar mömmur frá Manhattan eru búnar að finna leið til að losna við að standa í löngum og þreytandi biðröðum í Disney skemmtilgarðinum. Þær leigja sér leiðsögumann sem lætur eins og hann sé í fjölskyldunni og þá fá þau öll að fara fremst í röðina.

Ráða sér fatlaðan leiðsögumann

Þessir “svarta markaðs leiðsögumenn í Disney görðunum ” taka 130 dollara á tímann eða  1,040 fyrir átta stunda vinnudag.

Ein af ríku mömmunum montaði sig af því að dóttir hennar hafi ekki þurft að bíða nema rúma mínútu til að komast inn í „Örveröldina“  ( ‘It’s a Small World’) en aðrir krakkar hafi þurft að bíða 2 ½ tíma. Hún réð sér fatlaðan leiðsögumann gegnum Draumaferðir til Florida.

Þegar einhverjir gerðu athugasemd við þessa hegðun svaraði hún með þjósti “maður verður að hafa leiðsögumann um Disney og þetta gera margir.”  Hún og fjölskylda hennar fengu alls staðar forgang. Allt að sex manns í fylgdarliði fatlaðrar menneskju fá forgang með henni og ýmsa sérþjónustu.

Oft þarf almenningur að bíða lengi í biðröð til að komast í leiktækin en ríka fólkið hefur fundið sér leið út úr þeim óþægindum.  Það er líka hægt að kaupa sér sérstakan „vildargesta“ passa en hann kostar frá 310 upp í 380 dollara á tímann svo að það er ódýrara að fá sér fatlaða manneskju.

Það er deginum ljósara að aldrei var ætlast til þess að  fólk færi að nota sér góðvild fyrirtækisins og sérþjónustu við fatlaða til þess að verða sér úti um þægindi.

Stjórnendur Disney hafa ekki svarað margítrekuðum spurningum um málið.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here