Ringulreið á heimilinu – „Heimilið eins og kommúna fyrir hippa“

Angelina Jolie og Brad Pitt eru „mjög óhefðbundnir“ foreldrar samkvæmt einni af barnfóstrunum sem unnið hefur fyrir þau. Hún sagði í viðtali við Star: „Heimilið er eins og kommúna fyrri hippa því Angie trúir ekki á reglur. Henni finnst mjög mikilvægt að krakkarnir geti tjáð sig frjálslega en það er ekkert að virka alltof vel.“ Hún segir einnig að hvorki Brad né Angelina kunni að segja „nei“ við börnin og þegar þau hafi öll sex gargað á sama tíma, hafi verið auðveldara að láta þau fá það sem þau vildu.

Önnur barnfóstra sagði frá því að krakkarnir séu alltaf bölvandi. Hún sagði: „Það var rosalega mikil ringulreið á heimilinu, meira en nokkur getur ímyndað sér. Alltaf verið að rífast og nota 4 stafa orð, systkinarígur og meiðsl.“ Hún hélt áfram og sagði að Maddox notaði F-orðið óspart en Zahara noti mikið franska bölvorðið „merde“ og væri alltaf að horfa á bannaðar myndir, borðaði bara ruslfæði og Maddox drykki vín og væri stundum að keyra um landareignina.

Annar fyrrum starfsmaður Angelina og Brad sagði að börnin gerðu nákvæmlega það sem þau vildu inni á heimilinu, því jú, það eru engar reglur. Þau geta þess vegna borðað kavíar og drukkið kampavín í öll mál ef þau vilja.

Það hafa nokkrir starfsmenn talað um hversu erfitt hafi verið að vinna fyrir þessi fyrrum hjón og þau hafi ekki verið mjög sanngjörn í samskiptum. Ein stúlka var látin fara af því hún tók svo marga veikindadaga og annar starfsmaður segir að starfsfólkið hafi verið látið vinna þó enginn væri heima og fjölskyldan í ferðalagi.

Sjá einnig:

SHARE